Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Ég kalla mig stundum leiðsögumann líkama og sálar. Ég er fædd í Reykjavík árið 1961. Ég lærði meinatækni við Tækniskóla Íslands og starfaði við fagið frá 1981-2008. Árið 1998 lærði ég ásamt manni sínum Shamballa MDH heilun hjá John Armitage og höfum við haldið fjölmörg kærleiksnámskeið síðan þá bæði heima og erlendis auk þess að sækja fjölmörg námskeið í andlegum fræðum.Við höfum meðal annars kennt shamballa í Búlgaríu, Frakklandi, Belgíu, Spáni, Noregi, Kýpur og í Kamerún. Árið 2005 útskrifaðist ég sem höfuðbeina og spjaldhryggsjafnari og hóf að starfa við það.
Árið 1997 fékk ég köllun um að búa til blómadropa og hef síðan þá verið meðskapari 130 mismunandi hrifkjarna eins og ég kalla þá en þeir innihalda ekki einungis orku blóma heldur orku staða, fossa, steina og alheimsorku.
Síðastliðin 2 ár hefur Lilja nær einungis starfað við heildrænar meðferðir sem heilsuráðgjafi heilari ásamt því að sinna ferðaleiðsögn um landið. Hún er nú í meistaranámi í META-medicine heilsuráðgjöf hjá Richard Flook.
Síðastliðið haust hóf ég ritun á fyrstu bók minni sem kom út í rafrænu formi á vetrarsólstöðum. Bókin er á ensku og nefnist Power of earth is within you. Nú er hin íslenska útgáfa bókarinnar í vinnslu.
Í bókunum fer ég með lesandann í ferðalag um landið okkar og flétta saman jarðfræði, landlýsingu og sögum við samskipti við frumkrafta og kærleiksorku sköpunarinnar. Í bókinni eru hugleiðslur og leiðbeiningar um hvernig þú getur skynjað orkulínur og huldar verur og vætti. Stefnt er að því að bókin komi út í rafrænu formi á árinu 2011.
Ég rek Heilsu og hamingjulindina og vefverslunina puls.is ásamt manni mínum, Erlendi Magnúsi Magnússyni heilsunuddara og heilara.
Hægt er að fræðast meira á heimasíðum Lilju
www.puls.is
www.hamingjulindin.is
www.power-of-earth.com
www.liljapetra.blogg.is
www.liljapetra.whyamisick.com
Um bloggið
Shamballa MDH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar