Barna hugleiðsla-flugdrekinn

Það er yndislegt og gefandi að vinna með börnum. Þau eru opin og reiðubúin til að taka virkan þátt í heilunarferli sínu.

 Hér er dásamleg hugleiðsla til að vinna með angur barna sem ég þýddi úr bók Karyn Mitchell Reiki: Beyond the Usui system.

Karyn leggur til að þið sýnið barninu handarstöðurnar fyrir hugleiðsluna.
*1 Setjið þið nú hendurnar ofan á höfuðið, svona.  Setjið hendur ykkar á
hvirfilsstöðina
*2 Setjið nú hendurnar á hjartað*3 settu nú hendurnar á magann*4 faðmaðu sjálfan þig.


(*1 Setjið þið nú hendurnar ofan á höfuðið, svona.  Setjið hendur ykkar á
hvirfilsstöðina)
Lokið augunum og ímyndið ykkur að þið séuð á hljóðum stað.  Hafið augun
lokuð þar til ég segi ykkur að opna þau aftur.

Gott

Með augun lokuð skaltu sjá gulan ljósbolta, eins og tennisbolta skoppa upp
og niður fyrir framan þig. Fylgdu nú boltanum í huganum þar sem hann
skoppar út í stóra garðinn (almenningsgarðinn).  Í þessum garði er hægt að
gera allt það sem þér finnst skemmtilegt.

Meðan þú leikur þér þar smá stund þá sérðu engil eða ímyndaðan, sérstakan
vin ganga til þín með fallegan, stóran flugdreka.

14967_flugdreki
Ef þú veist ekki hver þetta er sem kemur með flugdrekann, skaltu spyrja í
hljóði hver hann sé og hann eða hún mun segja þér það.

(*2 Setjið nú hendurnar á hjartað) Þessi vinur mun segja þér hversu
sérstakur/sérstök þú ert og hversu mikið honum þykir vænt um þig. (þögn).
Hann segir þér frá öllu því góða sem þú ert eða munt gera og hversu hreykin
hann sé af þér.(þögn).

Hann segir þér að í hvert sinn sem þú þarfnast hjálpar þurfir þú ekki að
gera annað en segja nafnið hans eða biðja um hjálp og hann mun koma og
hjálpa þér eins mikið og hann getur. (*3 settu nú hendurnar á magann)

Áður en þú flýgur flugdrekanum, þá skaltu segja þessum sérstaka vini þínum
frá öllu sem þú ert hræddur við, leiður yfir eða reiður yfir.  Hann skrifar
það niður á pappír og bindur hann við halann á flugdrekanum.  Síðan hlaupið
þið báðir eins hratt eins og þið getið og sjáið flugdrekann takast á loft
og fljúga hátt upp í skýin og alltaf fara hærra og hærra.

Hann fer svo hátt að hann hverfur með öllu því sem er að angra þig.

Þér líður svo vel núna og þessi sérstaki vinur þinn faðmar þig. (*4 faðmaðu sjálfan þig).

Vinur þinn segir þér hversu sérstakur þú sért af því að enginn í öllum
heiminum er eins og þú.

Nú sérðu aftur gula ljósboltann skoppa til þín og vinur þinn segir að það
sé kominn tími til að koma tilbaka til hljóða staðarins.

Þú segir við sjálfan þig þrisvar sinnum. "Ég er sérstakur, mér finnst gaman
að vera ég"

Dragðu djúpt inn andann og opnaðu augun og brostu þar til þú finnur það í
hjartanu þínu.

Núna skaltu segja við einhvern annan, "Ég er sérstakur og það ert þú líka".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Shamballa MDH

Höfundur

Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Ég er Shamballa MDH meistari og hef kennt shamballa kærleiks og sjálfseflingar námskeið á Íslandi, Evrópu og Afríku frá 1998 ásamt manni mínum, Erlendi Magnússyni. Ég er einnig heildrænn heilsuráðgjafi og höfuðbeina og spjaldhryggsjafnari.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hari das baba white
  • n719607009 1110518 633
  • basicteachers cameroon
  • baba5
  • baba7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband