11.2.2011 | 12:24
Shamballa MDH er upplifun
Ég átti yndislega kvöldstund í gærkvöldi með félögum í Sálarrannsóknarfélaginu í Hafnarfirði. Við hjonin deildum meðal annars nokkrum reynslusögum af vinnu með Shamballa MDH og hvernig það hefur breytt lífi okkar og þeirra sem hafa leitað til okkar.
Mér er minnisstæð einn af fyrstu nemendum okkar í Búlgaríu árið 2005. Hún þekkti engan í hópnum og gekk hálfpartinn með veggjum fyrsta daginn. Það breyttist þó og ári seinna er við heimsóttum hana og mann hennar í Plovdiv sagði hann frá því hvað líf þeirra hefði tekið stakkaskiptum eftir þessa löngu helgi í Sofiu. Maðurinn er læknir og tjáði okkur hvað það væri miklu skemmtilegra að koma heim, hversu eiginkonan væri mikið ljúfari og yndisleg.
Önnur yndisleg vinkona okkar frá Sofíu, hlédræg og ljúf hefur gert sér far um að hitta okkur í hvert sinn sem við komum til Búlgaríu. Hún skipti um starf, fór í skóla og fór að fylgja draumum sínum eftir námskeiðið 2005.
Eiginmaður Iliönu frá Gabrovich kom á námskeið hjá okkur ári á eftir eiginkonu sinni. Hann gat ekki hugsað sér að hún væri ein um að upplifa breytinguna. Hann sá svo mikinn mun á konu sinni og vildi upplifa það líka.
Svona væri lengi hægt að telja en upplifun er öllum lestri yfirsterkari.
Meginflokkur: Vitnisburður | Aukaflokkur: Andleg málefni | Breytt 6.4.2011 kl. 10:19 | Facebook
Um bloggið
Shamballa MDH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.