3.3.2011 | 07:31
Sindrandi frumur
Góðan og blessaðan daginn kæru blogg vinir.
Í gærkvöldi átti ég því láni að fagna að hitta 3 konur sem sóttu hjá okkur shamballa námskeið. Þar ræddum við um heftandi sjónarmið og mynstur sem við fylgjum ósjálfrátt eða á sjálfstýringu og hvernig við getum losað um þau mynstur og breytt þeim. því næst fórum við í gegnum hlutverk erkienglanna. Þær upplýsingar eru fengnar í gegnum Janet McClure sem var frábær miðill á seinni hluta síðustu aldar. Það var meistari Djwal Kuhl sem kom þeim upplýsingum til hennar. Rætt var um erkienglana Metatron, Tsafkiel, Tsadkiel, Ratziel, Kamael, Mikael, Rafael, Auriel, Gabríel og Sandolphon.
Eftir það var farið í eina af uppáhalds hugleiðslum mínum, 10 geisla hugleiðsluna úr bókinni Mahatma 1 og 2.
Í henni bjóðum við erkienglunum inn í orkusvið okkar og vinnum að auki með Mahatma orkuna, 10 geislann og móður orkuna.
Hugleiðslan í gær var mjög kröftug og finn ég enn hálfum sólarhring seinna fyrir áhrifum hennar í hverri frumu en það er eins og þær sindri allar af kröftugri ljósorku.
Megi ljósið lýsa þér í dag og kærleikur Guðs umvefja þig.
Meginflokkur: Andleg málefni | Aukaflokkar: Bloggar, Shamballa námskeið | Breytt 6.4.2011 kl. 10:16 | Facebook
Um bloggið
Shamballa MDH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.