Ljóshugleiðsla

Tenging á ytra sjálfi við Guð hið innra

Komdu þér fyrir á kyrrlátum stað og stilltu huga þinn og líkama.

Sjáðu svo fyrir þér og skynjaðu sjálfan þig umvafinn hinu ljómandi Hvíta Ljósi frá Uppsprettunni.

Fyrstu fimm mínúturnar sem þú heldur þessarri sýn meðtaktu þá hina sterku tilfinningu fyrir tengingu milli ytra sjálfs þíns og Guðs innra með þér, einbeittu þér að hjarta stöðinni og sjáðu hana fyrir þér sem gyllta sól.

Staðfestu síðan: Ég meðtek nú í gleði nærveru  Guðs fylla líkama minn og sál.

Skynjaðu stórkostleika og geislandi fegurð ljóssins, sjáðu það styrkjast í hverri frumu í líkama þínum í að minnsta kosti 10 mínútur til viðbótar.

Lokaðu hugleiðslunni með staðfestingunni/skipuninni : Ég er barn ljóssins, Ég elska ljósið, ég þjóna ljósinu. Ég lifi í ljósinu. Ég er vernduð, upplýst og nærð af ljósinu og ég blessa ljósið.Mundu ávallt að þú verður það sem þú hugleiðir á.Þar sem öll sköpunin hefur komið frá ljósinu þá er ljósið fullkomnun og stjórnun allra hluta.

Hugleiðing og aðdáun á ljósinu leiðir til þess að hugljómun hugans, heilbrigði, styrkur og regla á sér stað í líkamanum; friður, samhljómur og árangur í lífinu eru svo afrakstur hins staðfasta nemanda.

Ef þú notar þessa hugleiðslu staðfastlega og skynjar orkuna í hverri frumeind huga þíns og líkama þá muntu uppskera mikla sönnun á hversu magnað, áhrifaríkt og fullkomið Ljósið er.

Þú þarft aðeins að prófa þessa hugleiðslu stutta stund til að finna áhrifin og þarft ekki frekar á sönnun að halda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Shamballa MDH

Höfundur

Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Ég er Shamballa MDH meistari og hef kennt shamballa kærleiks og sjálfseflingar námskeið á Íslandi, Evrópu og Afríku frá 1998 ásamt manni mínum, Erlendi Magnússyni. Ég er einnig heildrænn heilsuráðgjafi og höfuðbeina og spjaldhryggsjafnari.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hari das baba white
  • n719607009 1110518 633
  • basicteachers cameroon
  • baba5
  • baba7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband