7.3.2011 | 16:48
Ísraels ferð 3. hluti
Áður en við byrjum á næsta degi langar mig til að fara aðeins til baka að safninu og Grátmúrnum og segja ykkur hvað betri helmingurinn minn upplifði þar.
,,Þegar ég var í safninu fannst mér eins og ég hefði alla þessa þekkingu innra með mér en samt var mismikil orkan eftir því hvar ég stóð.
Við Grátmúrinn eða vilja vegginn þá kom Metatron fyrst til mín, síðan Búdda og loks Sananda. Ég fór síðan í huglæga ferð til Betlehem þar sem ég sá fæðingu Jesú og fannst ég vera endurborinn. Eftir það skynjaði ég Yahweh. Aðalhugsun mín þarna var að vekja mannkyn til innri þekkingar og kærleika.Eftir að við komum heim þetta kvöld uppgötvuðum við að Elli M frá París var að kenna hópi fólks hebreska stafrófið og um gyðingdóminn. Allir voru mjög áhugasamir en við vorum heldur þreytt til að geta sett okkur vel inn í þetta og fórum því í háttinn.
15.nóvember
Það var snemmbúinn morgunverður eins og fyrr. Dagurinn var hlýr og sólríkur. Okkar fyrsta stopp þennan dag var í Getsemane garðinum. Þekktur fyrir að vera sá staður sem Jesú var svikinn og uppljómun hans við rætur Olíve fjalls. Þetta hefur alltaf verið helgur staður í augum íbúa og voru grafir teknar í hæðina þegar árið 2400 f. Krist. Margir gyðingar vilja láta grafa sig á Olive fjalli til að vera nálægt dal Jehoshaphat þar sem sagt er að mannkyn muni verða endurreist á dómsdegi.
Þetta er auðvitað hin sögulega útgáfa af því sem gerðist í Getsemane garðinum. Baba sem kveðst hafa lifað sem postulinn Lúkas á tíma Jesú sagði hópnum að það hafi verið vel þekkt og ritað í Biblíuna að Júdas hafi í raun verið sendur af Jesú til Rómverjanna svo að hin guðdómlega áætlun yrði að veruleika. Sú guðdómlega áætlun var að Jesú myndi vera krossfestur á föstudegi sem er upphaf Sabbath. Afhverju gætirðu spurt.
Jú, vegna þess að enginn er látinn vera á krossinum meðan á Sabbath stendur. Frábær áætlun.
Tilbaka að hinum undursamlega Getsemane garði.Það er eins og allir í hópnum hafi verið dáleiddir leið og þeir komu inn í garðinn. Hver og einn var algjörlega í sínum ævintýra og fantasíu heimi þarna þar með talin við.
Elli upplifði stórkostlega orku og var eins og hann væri leiddur að mynd af Jesú þar sem hann var á bæn. ,,Stórt ólífu tré kallaði á mig lengra niðri í garðinum sem er nú ekki stór, nálægt kirkju allra þjóða. Ég fann smá op í girðingunni til að teygja mig inn fyrir og snerta tréð. Ég gat fundið hjartslátt trésins, hægan og dásamlegan. Hann fyllti mig frið og ró. Ég fór líka tilbaka í tíma og upplifði síðasta kvöldverðinn. Síðar fór ég inn í Kirkju allra þjóða eða Church of Agony.
Kirkja sem hér var byggð á 4.öld eyðilagðist í jarðskjálfta 747 e.Krist. Krossfararnir byggðu þá nýja kirkju sem stóð aðeins öðruvísi táknrænt fyrir hinar þrjár bænir Jesú hina síðust nótt. Hún var vígð 1170 en féll úr notkun 1345. Ný kirkja var svo byggð á staðnum 1924 með fjárstyrk frá 12 þjóðríkjum.
Ég settist niður í kirkjunni og fór síðan upp að altari og bað fyrir friði í heiminum. Þegar ég kom út hitti ég Baba og spurði hann mig hvort ekki væri allt í lagi. Ég kinkaði kolli og sagði honum að mér finnist ég komin heim og einnig finni ég fyrir mikilli auðmýkt. Hann brosti og sagði með gleði í augum, ójá ég man eftir að hafa pissað upp við þetta tré þegar ég var krakki. Við elskum þennan gaur hann getur látið fyrri lífs reynslu hljóma svo glettnislega og raunverulega um leið.
Lilja segir frá: ,,Leið og ég kom inn í garðinn var ég dreginn að trjánum. Ég tengdi við vitund þeirra og þakkaði þeim fyrir að gefa mér forsælu og fæðu fyrir svona löngu síðan. Tárin flæddu hljótt niður kinnar mér. Ég tók margar myndir til að geta einnig búið til blómadropa með orku þessa staðar. Orka getsemane hrifkjarnanna er; Þolgæði með öllum trúarbrögðum, öllu menningarheimum, öllu mannkyni og hjálp til að skilja kennslu Jesú sem var Kærleiki.
Með þessu umburðarlyndi óska ég þér góðra stunda.
Ævintýri alheims ísbjarnanna heldur áfram úr sólbökuðum miðausturlöndum.
Næsti áfangastaður var Qumran þar sem Dauðahafshandritin fundust. Samkvæmt ferðahandbók minni var þessi afskekkti staður samfélag meinlætis manna frá 150 f. Krist til 68 eftir Krist oft kallað samfélag Essena. Það var ekki fyrr en 1947 sem bedúina fjárhirðir fann fyrstu ritin. Sum þeirra sáum við á safninu daginn áður.
Áætlun okkar var að hugleiða ofan á einhverjum þeirra hella sem handritin fundust í en vegna hættu á að falla fram af klettum höfðum við hellana bara í sjónmáli þar sem við sátum innan svæðis þess þar sem Essenarnir höfðust við og nú er verið að grafa upp.
Sumir fengu sér sæti á bekkjum en aðrir í sandinum.
Sananda kom í gegn um Baba og byrjaði á að segja okkur sögu þessa samfélags sem bjó þarna og síðan var YOD sviðið virkjað. Þessi hugleiðsla var send gegnum netið þökk sé þeirri tækni sem til er í dag.
Það sem helst gerði okkur erfitt fyrir var flugnager sem flæktist fyrir okkur.Leið og við lukum við hugleiðsluna flugu tvær herþotur yfir og urðum við nær heyrnarlaus í kjölfarið. Sumir í hópnum töldu sig hafa séð ljósfar á fjallstoppnum en það er nær fastur liður þegar þessi hópur er að vinna saman að allskonar ljósför eða geimskip hangi yfir og taki þátt í ævintýrinu. Við vorum farin að draga að okkur athygli.
Það var kvöldsett er við komum að Dauðahafinu til að baða okkur. Það var enn hlýtt úti og vatnið undursamlegt.Dauðahafið liggur í lægsta hluta hins 6000km langa dals Great Rift sem liggur frá suður Tyrklandi til Mósambik. Þarna er dalurinn 411m undir sjávarmáli og er það lægsti hluti yfirborðs jarðar. Vatnið hefur minkað á undanförnum áratugum þar sem minna vatn rennur í ánni Jórdan vegna notkunar á vatni úr henni til áveitu.
Það er ótrúleg tilfinning að sitja eins og bátur á vatninu og þurfa engin manngerð tól til að fljóta fullkomlega. Það var jafnvel erfitt að stinga niður fæti til að koma sér upp úr vatninu aftur.Þetta var frábær endir á einum viðkvæmasta og hættulegast hluta tveggja vikna ferðalags okkar um Miðaustur lönd. Við höfðum ekki heyrt einu einasta skoti hleypt af hvað þá nokkuð annað.
Það var gott að koma til baka til Eilat þetta kvöld þar sem við fórum í góða sturtu til að þvo af okkur saltinu og steinefnunum sem sátu enn í eyrum okkar.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Andleg málefni | Breytt 6.4.2011 kl. 10:13 | Facebook
Um bloggið
Shamballa MDH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.