14.3.2011 | 09:53
Kærleikur
Kærleikur er til staðar hjá öllum.
Hann er óskilyrtur og virðir hvernig okkur líður. Hægt er að upplifa kærleika sem ljúft, mjúkt glaðlegt ástand þakklætis og samtengingar við sjálfið, aðra og náttúruna. Kærleikur er gegnsær kraftur sem við upplifum sem einingu með sjálfum okkur og öðrum. Kærleikur hvetur okkur til að sleppa þörfinni á að stjórna öðrum. Kærleikur ber með sér kröftugan umbreytandi þátt. Hann umbreytir ósamhljómi í samhljóm, reiði í frið, ótta í traust, óöryggi í öryggi á ljúfan og kröftugan hátt.
Að gefa og þiggja kærleika er náttúrulegt og upplyftandi þrátt fyrir það setja margir skilyrt viðbrögð fyrir kærleiks gjöfum. Það að gera sér grein fyrir hamlandi skilyrðum (skoðunum) um kærleika er mikilvægt skref til að geta upplifað kærleika og hleypt honum inn í líf okkar.
Kærleikur er sterkasta aflið í alheimi. Hann er umbreytandi, umvefjandi og öruggur. Hleyptu honum inn í hjarta þér og leyfðu honum að flæða þaðan til ástvina og annarra sem þú átt í samskiptum við.
Um bloggið
Shamballa MDH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.