Vitnisburður

Vitnisburður shamballa nemanda

Kæru lesendur
Mig langar til að deila með ykkur reynslu sem að mínu mati er mjög merkileg.
Ég er kona sem á nokkrum árum tók reiki heilun og varð reikimeistari sem gerir mig að kennara eða lærimeistara í reiki heilun. Ég hef vígt nokkra í reiki og taldi að það væri góð leið fyrir mig og aðra til að öðlast meiri sjálfsþekkingu og efla hæfileika okkar til heilunar á sjálfinu og til að heila og gefa kærleika, hjálpa okkur öllum til að verða heil.
Reynsla mín af notkun reiki er í sjálfu sér ekki slæm en það voru ýmsir þættir sem ég var ekki fyllilega sátt við. Ég gat til dæmis ekki alveg verið ég sjálf „já þetta hljómar einkennilega“ ég varð oft á tíðum fyrir mjög sterkum tilfinningum sem ég vissi að voru ekki mínar. Ég reyndi ýmsar aðferðir til að þessar tilfinningar kæmust ekki svona nærri mér. Ég sendi ást, kærleika og ljós en einnig reyndi ég ýmsar blokkeringar sem öðrum hafði gengið vel að nota en ekkert gekk. Þetta tímabil var erfitt fyrir mig og þó sérstaklega þá sem stóðu mér næstir. Ef ég var ekki á varðbergi eða gætti mín í hegðun og tali var oftar en ekki ýmislegt sem hljómaði einkennilega komið í loftið. Ég var orðin mjög lúin á að fá aldrei frið. Svo var að að ég kynntist Lilju Petru og Ella og hafði orð á að það væri ekki venjulegt hvernig þetta væri. Þau voru svo yndisleg að bjóða mér á shamballa námskeið hjá sér. Ég var nú svona treg til og taldi að það væri ekki fyrir mig. En eftir að Lilja talaði við mig um námskeiðið aftur og aftur og ég var þá búin að vera að óska eftir svörum, þá fór ég og sá ekki eftir því. Á þessu námskeiði upplifði ég þvílíka frelsun að ég get varla lýst því nema þá; það var eins og þú værir búin að vera í allt of þröngum skóm og færir úr þeim. Mikill léttir og sviði sem ég hafði eftir hryggsúlunni og hélt að ætti bara að vera, hvarf. Svona hljómar þetta. Ég vil hvetja alla sem eru að hugsa um að fara í þessi mál að íhuga val sitt vel.

Í dag nokkrum mánuðum eftir þetta námskeið er ég sátt. Ég get auðveldlega stjórnað tilfinningum sem koma upp og með einföldum hætti sent eins og fyrr heilun til viðkomandi. Nema nú get ég líka sagt „NEI“ við erum í pásu þú færð heilun og það gerist án þess að ég verði úrvinda eða pirruð. Ég var áður en ég fór líka að senda kærleik með ljósi og gleði til hjálpar en sat eftir með einkennilega lítil skil á milli mín og þeirra sem ég hjálpaði. Það var eins og ég hefði ekki varnir. Nú hef ég endur heimt mátt minn.
Með kærleiks kveðju Brynja B. Nuddari og hbs jafnari.

Frá Rödu.
Ég er svo hamingjusöm yfir að hafa fengið tækifæri til að kynnast ykkur. Ég hef það á tilfinningunni að ég geti faðmað allan heiminn og verið eining með honum. Það er yndislegt. Ég geri ráð fyrir að það sé þannig sem maður skynjar óskilyrtan kærleika. Þið breyttuð lífi mínu!

Shamballa kom með gleði aftur inn í líf mitt! Það er eins og að hætta að reykja þegar matur og drykkur verður bragðmeiri og betri. Ekki það að ekki sé hægt að njóta reykinga, langt frá því. En það er þessi fíni munur sem ég er að tala um sem svo erfitt er að lýsa með orðum, heldur þarf að upplifa það. Shamballa umbreytir lífinu. Það breytti lífi mínu og er enn að breyta því. Ég finn fyrir frelsi og get gert hvað sem er. Ég veit að allt er mögulegt þegar ljósið og kærleikurinn er annars vegar. Það gildir ekki bara fyrir mig. Ég sé breytingarnar allt í kringum mig. Shamballa gaf mér frelsi til að vera ég sjálf. Hugrekki til að tjá sannleika minn og skilning á heiminum í kringum mig. Ég gerði mér grein fyrir mínum hæfileikum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Shamballa MDH

Höfundur

Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Ég er Shamballa MDH meistari og hef kennt shamballa kærleiks og sjálfseflingar námskeið á Íslandi, Evrópu og Afríku frá 1998 ásamt manni mínum, Erlendi Magnússyni. Ég er einnig heildrænn heilsuráðgjafi og höfuðbeina og spjaldhryggsjafnari.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hari das baba white
  • n719607009 1110518 633
  • basicteachers cameroon
  • baba5
  • baba7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband