18.4.2011 | 15:52
Bartek hin vísa eik
Fyrir 11 árum síðan ferðuðumst við hjónin ásamt tveimur barna okkar til Póllands þar sem tóku á móti okkur ágætir vinir og sýndu okkur markverða staði og fyrirbæri.
Meðal annars sýndu þau okkur mörghundruð ára gömlu eik sem ber nafnið Bartek.Þar hefur ýmislegt gengið á, eldingum slegið niður svo hún klofnaði, þungar greinar hennar ná ekki að halda sér uppi án hjálpar og þarna hafa farið fram ótal athafnir.
Margir koma ár hvert til að líta þetta 700 ára gamla tré augum.http://en.wikipedia.org/wiki/Bartek_(tree)
Umhverfis eikina er grindverk.Er við komum á staðinn tengdi ég við vitund trésins og hreinsuðum við Elli síðan orkuna þarna og settum niður með leyfi hennar, eteríska kristalla til að auka aðgang að alheimsljósinu og kærleikanum.
Eftir að við komum heim bjó ég til blómadropa með orku Bartek en einnig fékk ég Björk vinkonu til að tengja við tréið og þá vitund sem þar býr.
Blómadropana er hægt að fá hjá mér í Hamingjulindinni.
Eftirfarandi eru upplýsingarnar sem hún fékk.
Ég skynja mikla hlýju jafnvægi og ró. Einnig er einhver með þessari orku ég er ekki viss hver það er. Jú, ég sé gamlan mann með sítt mikið skegg hvítt og hann er í brúnum kufli.Hann hefur mikið fram að færa mikla visku.
Nú brosir hann svo fallega með sínu yfirvegaða hvað segir maður persónuleika eins og hann hafi ekkert að æsa sig yfir hann hafi reynt þetta allt. Hann vill þakka ykkur kærlega fyrir hreinsunina hann hafi beðið um hjálp og fengið ykkur og er mjög þakklátur að orkan sem hann sér sem ljós skuli hafa sent svo miklar ljósverur til að hjálpa sér við að koma réttu jafnvægi á aftur svo hann geti unnið verk sitt aftur af eins miklum krafti og hann hafi gert hér áður hann segist hjálpa fólki til að láta draumana rætast. Það er hægt að heita á eikina.
Hann veitir ykkur hverju og einu ykkar eina ósk og biður ykkur að hugsa óskina vel og einbeita ykkur að ljósinu því oft hafi óskir mannfólksins valdið honum vonbrigðum en samt sem áður mun hann veita hana hver sem hún verður hann segist halda að í þetta skiptið verði óskirnar vel notaðar og eins langar hann að benda á að hann væri alveg til í að hafa meira að gera svo endilega látið aðra vita af vitund hans hann veit það og segist geta hjálpað til við erfið veikindi og að hann geti hjálpað til með ýmislegt annað hann er mjög fjölhæfur hann kemur frá einhverri stjörnu.
Hann segir að fólkið hans hafi ákveðið að koma hingað til jarðarinnar til að hjálpa móðir jörð til að halda jákvæðri orku með því að búa í trjánum hér á jörðu og vinna með fólkinu til að auka orku þess hann segist vera af einum þjóðflokk sem fólk kallar díva eða álfa allt eftir hvar það er statt
Miðlun gegnum Björk Ingadóttir shamballa meistari haustið 2000
Um bloggið
Shamballa MDH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.