20.4.2011 | 06:55
Líkaminn er almynd og við lifum í almyndar heimi
Eðlisfræðingar hafa uppgötvað að við lifum í almyndar heimi. Líkaminn er líkamleg myndgerð af almyndar mynstri samkvæmt DNA erfðaefni okkar. Það er kóðað fyrir atgerfi okkar en einnig viðhorfum, skoðunum og tilfinningum. Efnislíkami og lífsreynsla persónu (raunveruleiki persónu) á rætur sínar í almyndar skráðum viðhorfum, trú og tilfinningum vegna þess að það eru þeir segulmögnuðu kraftar sem draga að sér eða ýta í burtu mögulegri reynslu, samböndum við aðra og draga upp mynd af veraldarsýn okkar.
Í hverju lífi sem við göngum í gegnum verðum við fyrir ýmsum tilfinningalegum áföllum sem áður nefndir segulkraftar geta dregið til sín. Innibyrgð reiði, særindi, beiskja, sorg, missir ofl. á það til að safnast fyrir og valda síðar líkamlegum sjúkdómum. Líffæri okkar geyma minningar um áföll og togstreitu og bregðast við þeim til að hjálpa okkur að takast á við þá reynslu. Líkaminn gerir aldrei mistök, hann er mjög rökréttur í viðbrögðum og við þurfum aðeins að læra að skilja táknmál hans til að geta tekist fyrr og betur á við þá fjölmörgu óvæntu atburði sem lífið býður okkur uppá.
Shamballa fjölvíða heilunartækni er gríðarlega sterk kærleiks og heilunarorka sem róar og endurnýjar huga og líkama.
Sú list að leggja á hendur er jafngömul og hæðirnar. Menn hafa gert það frá upphafi tíma. Það er náttúruleg eðlishvöt að leggja hendur þínar á þann sem hefur meitt sig eða líður illa. Mæður eru gott dæmi um þetta. Þegar barn meiðir sig leggur móðirin oft hendur sínar á hinn veika stað. Mannleg snerting flytur heilun, alúð og kærleika.
Kærleikurinn er lykillinn að öllu, hann umbreytir öllu og er í öllu. Hann er máttugasta orka sem til er.
Kristur sagði; Elska skaltu Drottinn, Guð þinn af öllu hjarta þínu af allri sálu þinni og af öllum huga þínum og náungann eins og sjálfan þig.
Og upphafið er hjá okkur. Fyrsta skrefið er að elska sjálf okkur til að við getum síðan geislað þeim kærleika til þeirra sem eru í kringum okkur. En oft eru hindranir í vegi okkar, hindranir sem hafa fylgt okkur óralengi og við ráðum ekki meðvitað við.
Með því að fjarlægja óæskileg viðhengi og hindranir úr hinum fínni orkulíkömum sem standa fyrir þúsunda ára skoðunum, viðhorfum, ákvörðunum ofl. sem við höfum haldið ómeðvitað byrjar líf þitt að breytast og blómstra. Slík hreinsun ryður einnig leiðina fyrir kærleiksorku Shamballa til að komast þangað sem hennar er mest þörf og æðra sjálf þitt óskar eftir og áhrif shamballa kærleikans verða sterkari.
Meginflokkur: Andleg málefni | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Um bloggið
Shamballa MDH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.