27.4.2011 | 15:11
Hreinsun og forritun kristalla
Hreinsun og forritun kristalla
Kristallar eru þeirrar náttúru að taka við og halda inni öllum þeim upplýsingum sem þeir komast í snertingu við hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar.
Til að hreinsa þá er ekki nóg að setja þá undir vatn eða út í sól enda væri það eins og að þurrka rykið af tölvukassanum þegar vírus kemst í tölvuna okkar.
Orkusending með asetningi er á hinn bóginn áhrifaríkur. Meðfylgjandi eru leiðbeiningar til að forrita og hreinsa kristalla og skartgripi svo að þeir megi aðeins miðla hinum hæsta kærleika.
Myndaðu ásetning í huga þér og endurtaktu hvert atriði þrívegis. Sendu ásetninginn í gegnum hjartastöðina og þriðja augað.
1. Þú munt verða afforritaður eða þú munt verða hreinsaður af öllum forritum.
2. Þú munt aðeins miðla orku sem er frá frumteikningum Sköpunarinnar (seed blueprint of Creation) í samræmi við hinn æðsta vilja.
3. Þú munt verða sjálfhreinsandi
4. Þú munt aðeins miðla orku frá hinu óaðskilda ljósi.
5. Þú munt starfa þegar ég segi “Núna” og hætta þegar ég segi “stopp”
6. Enginn getur breytt forritinu nema ég. (eða nafn eiganda kristalsins) Hægt er að bæta við eins mörgum forritum og vill en í raun segir önnur skipunin allt sem segja þarf til heilunar. Ef vinna á með arfgengi þá má bæta við eftirfarandi forritum.
7. Þú munt miðla hinum himnesku ljóskóðum, lyklakóðum úr Lyklum Enoks, eldstöfum hinna fimm helgu tungumála, Mahatma orkunni og Kristsljósinu.
8. Þú munt miðla Shamballa demants orkunni.
Meginflokkur: Andleg málefni | Aukaflokkur: Kristallar | Breytt 2.5.2011 kl. 14:13 | Facebook
Um bloggið
Shamballa MDH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.