7.5.2011 | 08:23
Notkun mandölu til heilunar
Hér kemur aðeins meira úr smiðju John Armitage. Njótið dagsins.
Við getum einnig formað rúmfræðileg form þekkt sem kristal mandala á og í kringum og ofan á líkama þiggjandans. Þetta er miklu krafmeiri aðferð til að nota kristalla til heilunar. Einnig er hægt að láta þiggjandann leggjast inn í mandölu sem er í formi Davíðs stjörnunnar eða tvöfalda Davíðs stjörnu sem er jafnvel enn áhrifameira. Þú getur útbúið þessa mandölu með mismunandi kristöllum. Allar þær gerðir kristalla sem ég ætla að ræða um nema tvíodda kristallar eru heppilegir fyrir byggingu mandölu.
Setjið einn kristall á hvern odd stjörnunnar ( sem myndar tvo samofna þríhyrninga). Skjólstæðingur þinn eða þiggjandi er settur inn í mandöluna með efsta odd um handarlengd fyrir ofan höfuð hans og neðsta odd um handarlengd fyrir neðan fætur hans. Þetta mun einnig virkja Alfa og Omega stöðvar þiggjandans. Eitt sinn notuðum við koparvír til að tengja saman kristallana í mandölunni en nú vitum við að það er ekki nauðsynlegt. Í stað þess getur þú annað hvort notað annan kristal, kristal vönd eða jafnvel fingur þína. Ásetningur er allt sam þarf. Formaðu ásetning í huga þér meðan þú hreyfir kristallinn í hendi þér eða vöndinn og tengdu saman kristallana í mandölunni. Byrjaðu efst á punktinum fyrir ofan höfuð skjólstæðingsins og byggðu fyrsta þríhyrninginn, hreyfðu þig í beinar línur milli kristalla. Síðan skaltu byrja neðst og tengja seinni þríhyrninginn. Nú ættirðu að finna ákveðna breytingu á orkunni, sem staðfestir að stjarnan hafi verið rétt formuð og virkjuð og það sama gildir um skjólstæðing þinn sem liggur inn í mandölunni.
Til að auka kraftinn í þiggjandanum og hreinsa áru , orkuleiðir osfrv. Settu þá kristallana með oddinn inn að þiggjandanum. Orkan mun koma inn um grunninn (botninn) á kristallinum og tíðni hennar mun breytast eftir því sem hún ferðast gegnum kristallinn. Hún mun síðan miðluð gegnum oddinn. Hægt er að gefa Shamballa heilun á þessum tíma ef þú vilt. Þú getur síðan fylgt þessu eftir með því að snúa oddinum á kristöllunum út, frá þiggjandanum til að draga alla óæskilega orku út, lækka hitastig og draga út sýkingu osfrv. Endið heilunartímann á því að snúa kristöllunum inn að nýju til að fylla þiggjandann af orku að nýju og koma á jafnvægi. Ef þú ert ekki viss hversu lengi þú átt að láta þiggjandann vera í mandölunni skaltu nota 15 mínútur fyrir hvert þrep hennar.
Þetta er geysilega kröftug heilunarmeðferð og ekki oft sem við notum hana.
Meginflokkur: Kristallar | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Um bloggið
Shamballa MDH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.