10.5.2011 | 09:37
Hugleiðing um Wesak og hugleiðslu gærdagsins.
Góðan daginn. í gær var fjórða shamballa mánudagskvöldið í röð og var góð mæting. Þó ótrúlegt sé þá voru karlmenn í miklum meirihluta og er það vel. Þeir eru allir frábærir einstaklingar og ekki síðri miðlar fyrir kærleiksorku.
Saman fórum við í hugleiðslu þar sem við heimsóttum 3 uppljómunarsæti en enduðum í helli Merlins í Tintagle.
Auðvitað leyfðum við ímyndunaraflinu og sköpunarkraftinum að flæða og upplifðu sumir mjög myndrænt meðan aðrir skynjuðu sterka orku og fengu kröftug skilaboð.
Eftir hugleiðsluna var bekkurinn settur upp og var kröftugri kærleiksorku leyft að flæða.
Öll nutum við góðs af.
Næsta mánudag eða 16.maí ætlum við að halda upp á Wesak og eru allir velkomnir.
Á fullu tungli í nautsmerkinu er ákaflega sterk kærleiksorka sem flæðir til jarðar með skilaboðum frá Buddha og Maitraya.
Ég veit að Baba verður á Irlandi með hóp af fólki og fara þau saman í hugleiðslur og skoða orkustaði þar en einnig eru milljónir manna um heim allan sem beina huga og anda að wesak dalnum í næstu viku.
Vertu með og njóttu góðs af.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Hugleiðslur, Shamballa dagskrá | Facebook
Um bloggið
Shamballa MDH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.