Integrative nálgun eða heildræn nálgun

Síðustu tvo daga hef ég setið alþóða ráðstefnu IMMA eða International MetaMedicine Association sem fram fer í Tallin í Eistlandi. Þar sem ég kaus að vera heima og taka þátt í gegnum tölvuna mína þá hef ég líka notið veðurblíðunnar og sumarkomunnar hér heima á sama tíma plús það að geta hlýtt á frábæra opnunarhátíð Hörpunnar sem lyftir sálinni til hærri hæða.

Það sem er ekki hvað síst hluti af verkefni þeirra sem nýta sér greiningar kerfi Metamedicine er að það er heildrænt og tengist beint eða óbeint við hærri vitund, sálna tilgang og hvernig sál okkar er alltaf að tala við okkur gegnum ferli sem líkaminn og hugurinn fer í gegnum í jarðlífinu.

MetaMedicine þjálfarinn Susanne Billander var með góðan fyrirlestur um
soul-ution og lýsti þá hvernig við tengjumst 1.-6 víddinni eins og hún túlkaði þær. Einnig lýsti hún því hvernig hún vinnur með sýna skjólstæðinga og hvernig við getum hjálpað okkar skjólstæðingum. Jarðtenging er mikilvægur þáttur, og að vera til staðar hér núna í þessu jarðlífi í þessum líkama sem við völdum að koma í. Ég sá að hún var að gera svipaða hluti og ég þó nöfnin og aðferðin sé kannski ekki nákvæmlega eins. það er þessi tenging við hærri vitundina sem skiptir máli og að við áttum okkur á því að hluti af því að vera heill og reyndar undirstaða er samtenging líkama og hærri vitundar. Það að vilja taka ábyrgð á eigin lífi og verða frjáls.

Um þetta snýst integrative nálgun, að taka alla hluti inn í myndina. Vera heill á öllum sviðum.

Ég hlakka til að sjá sem flesta á mánudaginn í sal Þjóðdansafélagsins í Mjódd og fara með okkur í hugleiðslu í Weska dalinn.
Eigið góða helgi.
Megi kærleikur Uppsprettunnar umvefja ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Shamballa MDH

Höfundur

Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Ég er Shamballa MDH meistari og hef kennt shamballa kærleiks og sjálfseflingar námskeið á Íslandi, Evrópu og Afríku frá 1998 ásamt manni mínum, Erlendi Magnússyni. Ég er einnig heildrænn heilsuráðgjafi og höfuðbeina og spjaldhryggsjafnari.
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • hari das baba white
  • n719607009 1110518 633
  • basicteachers cameroon
  • baba5
  • baba7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 12522

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband