17.5.2011 | 07:49
Dagurinn í dag er dagurinn minn
Er ekki lífið dásamlegt?
Hvern dagur er ný byrjun og færir mér ný tækifæri og möguleika á að vera ég í víðustu merkingu orðsins.
Ég er þakklát fyrir hvern dag er ég vakna og tek fagnandi móti því sem hann ber í skauti sér. Jafnvel þó nokkurrar þreytu sé farið að gæta eftir annasama viku, vitandi að dagarnir framundan verða ekki síður annasamir en á sama tíma dásamlegir.
Ég áttaði mig á því í gærkvöld eftir mjög sterka kærleiks stund með öðrum shamballa og kærleiksvinum að næstu 7 daga mun ég fá tækifæri til að miðla shamballa og kærleiksorku til hóps af fólki en einnig vera innan um þá sem eru á sama ferðalagi í leit að uppljómun eða sameiningu andans og efnisins.
Það lofar góðu að hefja þessa viku á Wesak hugleiðslunni og það í tvöfalt því í kvöld ætlum við að vera á Akureyri og endurtaka leikinn frá í gær.
Það kom mér pínulítið á óvart að eftir hina hefðbundnu hugleiðslu og spjall um umlifunina fann ég fyrir því að kröftug orka kom inn í orkusvið mitt og beiddist þess að fá að mæla í gegnum mig.
Með jákvæðni hópsins sem var tilbúin í meiri orku upplifun gerði ég það og umvafði þessi sterka orka allan hopinn svo enginn var ósnortinn.
Það tók mig nokkurn tíma að lækka tíðni mína aftur eftir þetta enda var ekki öllu lokið. Gaia, Tara og móðir María komu inn með hina mjúku móðurorku sem ruggaði viðstöddum.
Það er auðvelt að verða háður því að komast í svona orku og því er alveg ljóst að shamballa kvöldin eru komin til að vera á hverjum mánudegi og verða þau opin öllum sem vilja upplifa sterka kærleiks og heilunarorku.
Næsta mánudag verðum við í Bjarkarholtinu. Njótið dagsins og látið hann vera ykkar.
Um bloggið
Shamballa MDH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.