Ratziel erkiengill

Í dag held ég áfram að segja ykkur frá erkienglinum eins og þeim er lýst í bók Brian Grattan, Mahatma I og II.

Þýtt úr bókinni Mahatma I og II bls 282
Gott er að kalla á Ratziel áður en þú lest þetta í gegn og skynja orku hans í þínu orkukerfi.

Ratziel er tengdur þeim hluta Kabbalah trésins sem nefnist Chokmah. Orka hans er gjörólík orku Metatrons.

Þar sem hann er ekki eins nálægt Uppsprettunni þá er tíðnin ekki alveg eins fínleg en hún er mjög sterk. Innan þessarar ásýndar trésins eru allir möguleikar.

Ratziel heldur í brennipunkti öllum möguleikum og vinnur stöðugt að því að færa þau skilyrði sem eru nú í gangi í tilverunni til nákvæmari sköpunar. Hann leyfir orkunni að koma fram með öllum möguleikum að bresta fram með eins nákvæmri lýsingu eins og þróun leyfir.
Hann leitast alltaf við að stækka sköpunina og opinberun hennar, einbeitir fullum sköpunarkrafti og þróar hana eins og hin kosmíska áætlun Skaparans útheimtir. Hann leitast við að koma fram með vöxt og þróun sem hefur verið náð gegnum reynslu opinberunar.

Þetta þýðir að þegar sköpunin hefur þróast að ákveðnum punkti getur hann leitt til opinberunar ákveðna möguleika en ekki fyrr en þá. Því er hann stöðugt að skoða allsstaðar til að sjá “ Er þetta að koma núna? Get ég byrjað á þessu? Getirðu ímyndað þér að vera til að sjá hvað hlutir eru tilbúnir að þróast? Er það ekki magnað verkefni? Hann er mjög í tengslum við tímasetningu. Ekki eins og við lítum á tímann heldur frá þróunarlegum skilningi.

Hann er að fylgjast með okkur núna. Jörðinni gengur vel. Þar er ein þyngsta tíðnin en það verður það ekki eftir að hin Nýja öld rennur upp. Hann mun geta fært inn í tilvist hluti sem hafa aldrei verið til hér áður. En munið að hann hugsar ekki aðallega um Jörðina heldur alla tilvist með alla möguleika. Hann getur stýrt ótakmörkuðum fjölda engla til að gera hvað sem þörf er á. Hann fær alla þá hjálp sem hann þarfnast til að gera vinnu sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Shamballa MDH

Höfundur

Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Ég er Shamballa MDH meistari og hef kennt shamballa kærleiks og sjálfseflingar námskeið á Íslandi, Evrópu og Afríku frá 1998 ásamt manni mínum, Erlendi Magnússyni. Ég er einnig heildrænn heilsuráðgjafi og höfuðbeina og spjaldhryggsjafnari.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hari das baba white
  • n719607009 1110518 633
  • basicteachers cameroon
  • baba5
  • baba7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband