Um Baba föður Shamballa MDH

baba6

John Armitage fæddist í Englandi og var ætlað að þjónusta í lífi sínu. Strax í bernsku var hann fyllilega meðvitaður um sig sem margvíða veru og gat séð og átt í samskiptum við annarra vídda verur. Hann áttaði sig síðar á því að aðrir gátu ekki gert slíkt hið sama. Þessi uppgötvun veitti honum fjölbreyttan skilning og með því að lifa lífi sínu sá hann og upplifði ýmiss konar basl, ótta og takmarkanir sem höfðu orðið algengar hjá mannkyni. Sjálfur var hann með lesblindu og átti erfitt með að falla inn í skólakerfið en í dag sér hann það sem blessun þar sem það studdi hann til að fara út fyrir hið hefðbundna form og finna það sem varð brennipunktur lífs hans.

Á einum tímapunkti kom vinur hans og uppljómaður meistari, Germain til hans og bað hann um að koma á framfæri alveg nýrri heilunarorku sem hann kallaði Shamballa. John varð fyrst að sannfærast um að hún væri fullkomlega um kærleika, frelsi og sjálfseflingu áður en hann ákvað að taka þetta að sér. Ástæða þess var að hann hafði tekið eftir að margar heilunar aðferðir innihéldu ákveðnar takmarkanir og að sumir komu sér upp þeim vana að gefa frá sér máttinn til ýmissa svo kallaðra meistara kennara, regluverks, tákna eða annarra slíkra hluta.Hann tók jafnvel eftir mynstri innan Ný aldar hreyfingar þar sem fólk lét mátt sinn í hendur hinna uppljómuðu meistara og sá það sem enn eina gildru.

Þar sem John hefur unnið með hinum uppljómuðu meisturum allt frá barnæsku þá vissi hann vel að þeir vilja ekki að fólk setji þá á stall eða líti upp til þeirra eða setji allt í þeirra hendur. Þeir myndu heldur aldrei biðja nokkurn mann um fyrrgreind atriði því þeir vita að Guð er innra með öllum verum sem Sjálfsvitund hvers og eins.Því viðurkenna þeir og vita að allir eru jafnir og fullvalda í þeirra eigin guðdómleika. Þar sem skilaboð John hafa ávallt verið “verið kærleikurinn sem þið eruð” og “standið í eigin mætti” og “notið þann mátt í kærleika” varð hann að sjá til þess að shamballa væri sannarlega um Kærleika, frelsi og sjálfseflingu áður en hann tók verkefnið að sér að taka þessa orku niður og koma henni á framfæri.

bab4

 

Eftir nokkurn tíma sá hann að þetta var mjög falleg og tær orka sem var næsta skref í þróun Jarðarinnar. Í gegnum þetta var Shamballa Multidimensional Healing® fædd og vegna óeigingjarnrar þjónustu og með hjálp margra annarra hefur Shamballa MDH verið fest um allan heim sem ljósviti.John vinnur með samvitund uppljómaðra vera frá mörgum alheimum í verkefni sínu. Hann hefur unnið með mörgum þeirra áður í fyrri líftímum. John man fyllilega eftir líftímum sálar sinnar er hann gekk með Jesú, Heilögum Francis, Kutumi og Akhnaton.

Hann hefur fest sína eigin uppljómunar vígslu og valið að vera áfram á jörðinni til þjónustu fyrir Móður/föður Guð, jörðina og mannkyn. John hefur sem manneskja reynslu af því að vera faðir, afi,eiginmaður, sonur og vinur. Sú reynsla hans hefur fært honum umvefjandi kærleika fyrir reynslu mannkyns og djúpa samúð fyrir ferðalagi okkar saman. Hann hefur oft sagt að enginn uppljómist án þess að fara fyrst til jarðar sem manneskja, vera ekta og raunveruleg, lifa fyllilega og umvefja mannkyn, elska sjálfan sig og aðra skilyrðislaust.

John var nokkur ár á Indlandi í indversku Ashram með guru sem var kallaður Din Hari Das Babaji Maharaj. Þar var hann þjálfaður sem Brahmani. Sem hluti af þessari þjálfun fékk hann þjálfun sem Pujari. Pujari er sá sem gerir puja í hofinu fyrir goðin/gyðjurnar. Það er strembin þjálfun og varð John sérfræðingur og oft fenginn til að framkvæma þessar blessanir af meistara sínum. Din Hari Das var harður meistari en á sama tíma kærleiksríkur. John var eina vestræna manneskjan sem bjó í hofinu og fékk nafnið Hari Das af meistara sínum þegar hann samþykkti hann sem nemanda sinn. Þarna varð John Brahmani.Síðan þá viðurkenndi hann með ástúð þetta nýja nafn, Hari Das þó hann sé einnig þekktur sem John.

baba7

Hari Das er einnig Homopati, meistari og kennari ýmissa fornra esoterískra heilunar listar þar á meðal kristalla, tíðni heilun og blómadropa og eðalsteina heilun. Hann ferðast um heiminn og kennir og deilir ljósi, kærleika og visku sem hann hefur tileinkað sér. Hann deilir einnig framtíðarsýn meistara ljóssins fyrir Jörðina og mannkyn sem er að snúa aftur til tíðni Kærleikans. Með þeirri framtíðarsýn deilir hann Shamballa Multidimensional Healing sem kærleiksgjöf til meiriháttar hreinsunarvinnu og ljósvirkjunar sem tæki til persónulegrar umbreytingar og til upplyftingar fyrir Jörðina og mannkyn.

 

 

~Hann býður þér að íhuga að NÚNA sé kannski tíminn kominn til þinnar umbreytingar ~

baba5

 

Þýtt af vefnum www.theshamballamdh.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Shamballa MDH

Höfundur

Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Ég er Shamballa MDH meistari og hef kennt shamballa kærleiks og sjálfseflingar námskeið á Íslandi, Evrópu og Afríku frá 1998 ásamt manni mínum, Erlendi Magnússyni. Ég er einnig heildrænn heilsuráðgjafi og höfuðbeina og spjaldhryggsjafnari.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • hari das baba white
  • n719607009 1110518 633
  • basicteachers cameroon
  • baba5
  • baba7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband