Gleymum ekki samferðafólki okkar

Sólin skín úti þó kalt sé ílofti líkt og oft fara saman í samfélaginu kærleikur og kaldur andvari. Þegar það blandast situr kærleikurinn ofan á þar sem hann er sterkasta aflið í alheimi.

Í gær skruppum við Elli austur í Skaftafellssýslu með Rauða krossinum til að rétta smá hjálparhönd. Við hefðum svo sannarlega viljað staldra lengur við og gera meira en margt smátt gerir eitt stórt.

Í fjölda hjálparstöðinni var okkur sagt hvar verkefni lægju fyrir og skiptist hópurinn okkar á 3 staði.

Við fórum á Dalshöfða sem er á yndisfögrum stað í útjaðri eystri tungu hraunsins sem rann í Skaftáreldum, sá bær er næst stendur Grímsvötnum eða í 50 km loftlínu.

Þar fínhreinsuðum við garðinn hjá ábúendum sem eru í þennan mund að opna gistiheimili sem þau hafa notað allan veturinn til að byggja upp í gömlu útihúsunum.

Þeir sem eru með garð vita hversu miklu máli plöntulífið skiptir okkur ekki síst vandmeðfarnari plöntur eins og rósir. Það er því sárt að sjá þennan gleði og fegurðargjafa á kafi í svartri ösku sem svo fýkur upp á þurrviðrisdegi og sendir þykkt lag inn um glugga og rifur.

Það var með gleði sem ég dundaði við að moka frá rósum og kvistum,velútbúin hönskum sem broddar rósarinnar komust ekki í gegnum. Svo þegar vindurinn tók sig upp og ekki var hægt að vera úti lengur vegna öskunnar sem fór inn um öll skynfæri fékk þann heiður að miðla smá orku til Ásdísar bónda. Það er komin þreyta í fólk og oft hellist yfir það þyngsli er það horfir yfir eigur sínar á kafi í öskuryki. Upp í hlíðunum og inn í hrauninu er mikið magn af ösku og viðbúið að ástandið verði viðvarandi amk í sumar og fram á vetur þó það fari eftir tíðarfari.

Mér þótti verst að heyra í samferðafólki okkar sem voru að mestu ungir menn frá vinnumálastofnun í samfélagsvinnu hversu ómerkilegt þeim þótti að moka og raka saman ösku í einhverjum heimilisgarði en ekki að vera bjarga dýrum eða gera eitthvað stórtækara á sama tíma og sat húsfrúin fyrir framan þá örmagna af þreytu þó á yfirborðinu væri hún pollróleg með fulla reisn. Hún átti svo sannarlega betra skilið og sem betur fer var þessi ungi maður undantekning þó sumir hinna dæstu vel og lengi yfir þeim tíma sem þeir sóuðu þarna í stað þess að leika sér í bænum.

Víðsvegar eru landar okkar sem unnið hafa undir miklu álagi við undirleik náttúrunnar án þess að kveina mikið eða kvarta. Gleymum þeim ekki og sendum þeim bæði kærleika og réttum þeim hjálparhönd ef við eigum leið fram hjá eða spyrjum að minnsta kosti hvernig þeir hafi það. Látum kærleikan fylla landið okkar og jörðina. Verum kærleikur alla daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Shamballa MDH

Höfundur

Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Ég er Shamballa MDH meistari og hef kennt shamballa kærleiks og sjálfseflingar námskeið á Íslandi, Evrópu og Afríku frá 1998 ásamt manni mínum, Erlendi Magnússyni. Ég er einnig heildrænn heilsuráðgjafi og höfuðbeina og spjaldhryggsjafnari.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hari das baba white
  • n719607009 1110518 633
  • basicteachers cameroon
  • baba5
  • baba7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband