22.6.2011 | 08:03
Frábærar fréttir-Baba kemur 2012
Góðan daginn kæru shamballa vinir.
Við fengum þær fréttir nú í morgun að Hari Baba pabbi shamballa MDH sé tilbúinn að koma til landsins og halda 2 daga Uppljómunar námskeið í október 2012.
Skráningu þarf að vera lokið í júlí 2012 svo nú er um að gera að byrja að setja til hliðar fyrir námskeiðinu. Við höfum í 10 ár reynt að fá Baba hingað en það hefur ekki tekist vegna lítillar þáttöku. Nú er ég sannfærð um að breyting verði á og við getum notið kærleiksríkrar samveru með Baba og stórum hópi fólks sem tilbúið er að taka næsta skref í þróunar og uppljómunar eða uppstigningar ferli sínu.
Verð og staðsetning verður kunngerð þegar þær upplýsingar liggja fyrir.
Í gær voru sumarsólstöður og var mikil orka sem kom niður til jarðar þá. Við áttum góðar stundir á Húnavöllum og í Vatnsdal. Orkan var sterk og er enn. Það verður gaman að heyra frá öðrum víðs vegar í heiminum hvernig þeir upplifðu daginn.
Njótið dagsins.
kærleikskveðja
Lilja og Elli
Meginflokkur: Hari Baba | Aukaflokkar: Bloggar, Shamballa námskeið | Facebook
Um bloggið
Shamballa MDH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.