Germain kveður sér hljóðs

Er ég var að glugga í gögn á tölvunni minni nú í kvöld fann ég þessa miðlun frá Germain sem Baba sendi út fyrir nokkrum árum en á jafnvel við í dag og þá.

kærleikskveðja
Lilja

Ég er Germain, velkomin í Shamballa geislann. Kærleikur er sendur til þín inn í líf þitt ekki bara það líf sem þú lifir núna heldur öll þín líf á jörðinni. Töfrar þess er að þið meistarar vitið þtta og gegnum þessa vitneskju getið þið hjálpað öðrum að gera sér grein fyrir því líka. Hvernig þá spyrðu? Jú með því að vera þú sjálf/-ur. Þið eruð öll Guð/gyðjur hér á jörðinni. Þegar þú lifir þínu daglega lífi hefur þú áhrif á alla þá sem þú kemst í námunda við hvort sem þú veist það eður ei. Hið náttúrulega ástand þitt er Kærleikur og það er hluti af þér sem veit það. Þessi hluti er sjálfsvitund þín. Hið stórkostlega sanna sjálf þitt sem veit afhverju þú ert hér.

Hvers vegna ertu hérna? Til að læra að elska sjálfa þig.

Hélstu að þú hefðir komið til að gera eitthvað nýtt? Það er ekkert nýtt til að segja þér frá. Þú getur reynt þetta og hitt sem dægrastyttingu en kærleikurinn til sjálfs þíns er hið eina sem mun hjálpa þér til að upplifa hugljómun. Prófaðu að líta í spegil og segja sjálfri þér að þú elskir þig og hversu frábær manneskja þú sért.
Það mun breyta því hvernig þú lítur á sjálfa þig. Mundu að þú hefur leyft þér að gleyma kærleikanum og ferðalaginu sem sjálfsvitund þín hefur farið með þig í er aðeins til þess fallið að koma þér til vitundar um að þú sért meistari. Það þýðir að þú ert meistari allra hluta, meistari í að elska sjálfa þig án þess að egóið spili þar inní. Egóið er hinn versti óvinur leitandans. Það platar þig í depurð og aftengingu eða segir þér hversu stórkostleg þú sért. Hvort tveggja er gildra fyrir þá sem eru ógætnir. Hið fyrsta þýðir vaneflingu og hið seinna þýðir einnig vaneflingu því að þegar þú ferð að segja heiminum hversu stórkostleg þú ert og þú ein vitir sannleikann þá styrkist egóið því meir sem þú hrópar það út.
Í því ástandi getur þú ekki séð sannleikann um eitt eða neitt.

Sem meistari getur þú skapað allt sem þú vilt eða vilt ekki. Gættu að hugsunum þínum á þessum tímum breytinga. Gættu þess að taka ákvarðanir sem eru skapaðar af kærleika og í samræmi við hinn æðsta vilja. Hugsaðu aðeins í kærleika og einingu og allt mun verða svo.

Ef þú óttast eitthvað þá mun það einnig koma fram því það er þannig sem alheimurinn virkar. Mundu að þú skapar og með skapar. Allt það sem fólk sagði fyrir mörgum árum að myndi verða, er úrelt.
Allt hefur tekið breytingum, jafnvel karma er afskrifað sem þýðir að allt hefur breyst.
Frumteikningarnar hafa verið jarðtengdar og virkjaðar. Það þýðir að allt mun verða kærleikur og alheimurinn mun rísa til hærri tíðni en ekki bara jörðin.
Jarðar breytingar munu ekki gerast nema þú viljir raungera þær.
Ég Germain segi þér að þess gerist ekki þörf. Vertu bara kærleikur án þess að dæma og njóttu lífsins.

Kærleikskveðja John


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Shamballa MDH

Höfundur

Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Ég er Shamballa MDH meistari og hef kennt shamballa kærleiks og sjálfseflingar námskeið á Íslandi, Evrópu og Afríku frá 1998 ásamt manni mínum, Erlendi Magnússyni. Ég er einnig heildrænn heilsuráðgjafi og höfuðbeina og spjaldhryggsjafnari.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hari das baba white
  • n719607009 1110518 633
  • basicteachers cameroon
  • baba5
  • baba7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband