Gleðilega hátíð

Nú er hátíð í bæ. Jólamánuður með aðventunni, eftirvæntingarfullum tíma fyrir jafnt börn sem fullorðna að ná hámarki sínu. Andi friðar og kærleika svífur yfir vötnum, andi sem er á kreiki öllum stundum allt árið um kring en nær hæstu flugi í mesta skammdeginu.

Allir leitast við að gleðja sína nánustu og náunga kærleikur í fyrirrúmi. Við deilum sál og líkama með öðrum í gegnum hátíðarmat og drykk.

Ein stærsta en jafnframt mikilvægasta áskorun sem við fáum í lífinu er að halda í anda jólanna allan ársins hring. Jóla ljósin skína skært í dag og minna okkur á tilgang jólanna, að færa ljós, birtu og von með kærleika til allra manna (og dýra).

Hvaða ljós minna okkur á það sama aðra daga ársins?

Jú, það er brosglampi í augum barna eða fullorðinna þegar kærleiksandinn hefur snert við þeim. Oftast þarf ekki mikið til að þessi glampi kvikni. Góðvild, óvænt aðstoð eða bara bros í andliti lítils barns.

Í gær varð ég þeirrar gleði aðnjótandi að kveikja slíkan glampa er ég heimsótti Hrafnistu í Hafnarfirði en þangað fer móðir mín 76 ára á hverjum föstudegi með langömmubarnið sitt og ömmubarnið mitt. Hún gerir það til að taka smá snúning á dansgólfinu en ekki síst til að gleðja þá sem þar dveljast og kveikja glampa í augum þeirra.

Í gær var meðal áhorfenda í salnum gamall og góður frændi minn sem ekki getur lengur staðið í fæturna. Hann sat þarna í hjólastólnum sínum bjartur yfirlitum, glaður að hlusta á fjöruga harmoníku tónlist. Hann fylgdist með þeim sem gátu enn farið á dansgólfið og tekið smá snúning. Ég dróst að honum enda sterk tenging á milli okkar þótt oft sé langt á milli þess sem við sjáumst. Ég bauð honum í dans og dró hann í hjólastólnum út á mitt dansgólfið sveiflandi höndum í takt við tónlistina og hann sveiflaði mér í hringi og augun lýstu upp í kátínu og þakklæti. Við stoppuðum ekki fyrr en hljómsveitin hætti að spila og ég fann til mikils þakklætis fyrir að hafa komið við á þessum tíma og fá að gefa þessa fallegu jólagjöf. Ég finn enn fyrir hinum óendanlega kærleika sem er óskilyrtur og kallar ekki á neina endurgjöf er ég hugsa til gærdagsins þegar ég rúllaði stólnum hans í átt að lyftunni með hönd mína við hjarta hans og hjörtu okkar skiptust á kærleiksboðum, ósýnilegum, óáþreifanlegum en samt svo sterkum, fallegum og óendanlegum að augu mín fyllast tárum.

Gerðu það að markmiði þínu að lifa frá hjartanu í kærleika og halda jólaanda þínum lifandi hvern dag og snerta hjörtu manna og dýra sem verða á leið þinni.

Megir þú eiga gleðilega og kærleiksríka hátíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Shamballa MDH

Höfundur

Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Ég er Shamballa MDH meistari og hef kennt shamballa kærleiks og sjálfseflingar námskeið á Íslandi, Evrópu og Afríku frá 1998 ásamt manni mínum, Erlendi Magnússyni. Ég er einnig heildrænn heilsuráðgjafi og höfuðbeina og spjaldhryggsjafnari.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hari das baba white
  • n719607009 1110518 633
  • basicteachers cameroon
  • baba5
  • baba7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband