17.3.2011 | 14:57
Algengar spurningar um Shamballa mdh
[001] Afhverju er kerfið kallað Shamballa MD heilun?
Við erum fjölvíða verur sem höfum um árþúsindir talið sjálfum okkur trú umað við séum aðeins þrívíða verur. Við höfum lifiað í tálsýn um að við séum aðskilin Uppsprettunni og öllum öðrum verum. Það er kominn tími til að ljúka þessarri tálsýn og græða okkur og þar með vakna til meðvitundar um okkur sem fjölvíða vitundir og verur.
Heilun verður að eiga sér stað á öllum sviðum tilvistar okkar. Við höfum marga líkama, efnislíkama, tilfinningalíkama, hugarlíkama og andlega líkama eða ljóslíkama. Hver þessarra sindrar á mismunandi hárri tíðni þar sem efnislíkaminn heldur lægstu tíðninni. (atómin hreyfast hægast og eru því sýnileg berum augum).
Ójafnvægi í hverjum henna mismunandi orkulíkömum hefur áhrif á efnislíkamann þar sem verða til sjúkdómar. Shamballa orka græðir okkur á öllum tíðnisviðum og allar okkar fjölvíða ásýndir. Ef við getum grætt ójafnvægi sem er til staðar í hugar eða tilfinningalíkama áður en það hefur áhrif á efnislíkamann spörum við okkur óþarfa verki og óþægindi sem orsakast af sjúkdómum í efnislíkamanum.
[002] Hvað þýðir Shamballa?
Shamballa er staður í tíma og rúmi þar sem samhljómur, jafnvægi og kærleikur er öll orkan.
[003] Hvað þýðir MD, þ.e. fjölvíða?
Það þýðir að ekki er einungis hægt að nota orkuna á einni vídd þ.e. þeirri sem við lifum í hér á Jörð heldur heldur shamballa í sér orku/kærleika/ásýnd margra vídda og er hægt að nota hana til að heila á öllum þessum víddum og útfyrir.
Tilvera okkar er á mörgum tíðnisviðum. Við þekkjum öll sjónarhorn einnar víddar, tvívíða mynda eða orða og þrívíða fastra hluta. Sumir kannast við að tíminn sé fjórða víddin og geimverur séu fimmtu víddar verur. Aðrir þekkja hugmyndina um að tilfinningalíkami okkar sé fjórðuvíddar og hugarlíkami okkar fimmtu víddar. Fyrir enn aðra er hugmyndin um að náttúruandar sem sumir geta séð sindri á annarri og hærri tíðni en við sem við getum kallað fjórðu víddar rétt eins og það eru til draugar sem fyrir þá sem sindra á lægri tíðni virka gegnsæir. Kannski erum við gegnsæ í augum línu eða punkts.
Þetta er sem sagt spurning um á hvaða tíðnisviði okkar mólikúl og atom sindra. Heimurinn er ekki bara byggður upp á einu tíðnisviði heldur mörgum og margt sem við ekki skynjum vegan þess að skynfæri okkar geta ekki skilgreint nema að takmörkuðu leiti það sem er á annarri og hærri tíðni en við gerum. Orka shamballa hinsvegar er ekki takmörkuð af því tíðnisviði sem við skiljum heldur vinnur á öllum tíðnisviðum alheimsins.
[004] Hvaðan kemur þetta kerfi?
John Armitage /Hari Baba Melchizedek hefur með hjálp frá Germain, hinum uppljómaða meistara og öðrum uppljómuðum meisturum fært okkur þessa orku. Þe Germain hefur notað Baba sem farveg til að efnisgera orkuna á jörðu á þessum tíma.
Fyrsta tilraun til að færa mönnum þetta kerfi var á tíma Atlantis og var það einnig Germain (eða ásýnd sömu vitundar og Germain er)
[005] Hvað gerist við vígslu inn í shamballa grunn, shamballa framhald, shamballa 13D meistara heilari og Shamballa 13D meistara kennari ? fyrir hverja vígslu upp á við kemur tærari og sterkari tenging við Guðsjálf þitt.
[006] Hver er munurinn milli Shamballa orkunnar, Mahatma orkunnar og hins Gyllta lífsblóms?
Mín tilfinning er sú að Mahatma kærleikur sé hjarta og sál shamballa MD. Hið gyllta lífsblóm er frumteikning uppsprettunnar.
[007] Hafa Shamballa orkan og Mahatma kærleiksorkan mismunandi tilgang í heilun?
Tilgangur allrar heilunar er að greiða fyrir og efla heilun í samræmi við hinn æðsta vilja.
[008] Geta börn orðið Shamballa 13D heilarar? Hver er tilhlýðilegur aldur til að taka við fyrstu shamballa vígslu?
Það er hægt að vígja börn til shamballa meðan þau eru enn í móðurkviði. Þe. Ef kona með barni sækir shamballa námskeið móttekur fóstrið einnig vígsluna.
Það er því enginn einn tilhlýðilegur aldur heldur þegar tíminn er réttur fyrir viðkomandi einstakling. Guðsjálfið veit alltaf svarið hvenær það er. Það er fæðingarréttur barnsins að ákveðja sjálft hvenær það er tilbúið að taka við vígslu en ekki ákvörðun foreldra.
[009] Hver er munurinn milli Shamballa MD og annarra Reiki kerfa?
Það var japanski búddista munkurinn Usui sem setti saman Reiki en hann fann forn tákn í texta á sanskrít en einnig notaði hann búddisk tákn. Reiki er barn sins tíma og það kerfi sem folk var tilbúið fyrir á síðustu öld en nú hefur orka og tíðni jarðar og okkar sjálfra breyst geysilega mikið og getum við því tekið við mun hærri orku og meiri tengingu en á tímum Usui.
[010] Hver er munurinn milli shamballa 13D vígslu og Reiki vígslu?
Margar víddir. Shamballa inniheldur hefðbundið Reiki og ferðast útfyrir það. Þeir nemendur okkar sem hafa reynslu af hvorutveggja eiga varla til orð til að lýsa hversu mikið sterkari tenging við Uppsprettuna er falin í shamballa vígslu. Auk þess fer vígsla inn í Shamballa MD fram á þann hátt að orkunni er miðlað inn í ljóslíkama nemandans meðan á hugleiðslu ástandi stendur en er ekki bankað inn í efnislíkamann.
Við höfum orðið vör við að Reiki vígsla sé ekki í jafnvægi og samhljómi við persónuna sem vígð hefur verið og það orsakað sjúkdóma, minnkun á náttúrulegum hæfileikum og tilfinninga ójafnvægi. Þetta á ekki síst við ef viðkomandi hefur verið vígður án raunverulegs samþykkis. Hún/hann plataður til að koma á námskeið eða ef meistarinn er ekki í fullkomnu jafnvægi og samhljómi við vígsluna. Einnig ef tilgangur meistarans er á einhvern hátt óviðeigandi í stað þess einfaldlega að hjálpa fólki að verða sinn eigin meistari, óháður sínum kennara. Ef þú telur að þú hafir þjáðst eftir að þú varst vígður inn í Reiki eða aðra tegund af heilunarkerfi hafðu þá samband og við gætum hugsanlega aðstoðað við að koma á jafnvægi og samhljómi í orkulíkömum þínum á nýjan leik.
[011] Hver er tilgangur tákna?
Hægt er að nota táknin á einbeittan hátt og sértækan til að greiða fyrir heilun á sérstökum vandamálum eða sjúkdómum eins og tildæmis Motor-Zanon sem er í raun tvö tákn til að vinna á sýkingum. Motor fer inn í líkamann og krækir í bakteríuna eða vírusinn en Zanon tekur hana eða orkuform viðkomandi lífsforms út..
Tákn eru ákveðin tíðni orku og eru óþörf nú þegar Shamballa MD orkan er notuð.
[012] Get ég framkvæmt Shamballa 13D heilun án þess að nota tákn?
Það getur þú svo sannarlega, þú segir bara shamballa eða ímyndar/hugsar að kærleikurinn flæði gegnum þig.
[013] Er hægt að nota Shamballa 13D orku til að heila önnur lífsform eins og plöntur, dýr eða jafnvel andlegar verur?
Við erum öll eitt og því engar hömlur á því hvað eða hvern hægt er að heila.
[014] Er hægt að vígja látið folk inn í Shamballa MD sem er látið?
Ég hef heyrt um þetta en ekki reynt það sjálf en sjálfsagt er allt hægt.
[015] Hvað er Shamballa MD eða 13D?I
Shamballa MD Heilun er ekki tækni heldur leið til að greiða fyrir heilbrigði og frelsi. Hún hefur með sjálfseflingu gegnum kærleika að gera. Um eflingu annarra gegnum óskilyrtan kærleika. Um líf þar sem þú dæmir ekki aðra og ert óttlaus. Þu getur hjálpað öðrum að verða heilir með þessarri orku.
Shamballa er marglita, fjölvíða, fjöltíðni kærleiks-hópvitund sem ber í sér mest af þeirri orku sem höfum áður kallað ýmsum nöfnum uns okkur var gefin þessi stórkostlega gjöf Einingar í Shamballa demantinum. Þessi gjöf hefur hinn einstaka hæfileika að hún víkkar út eftir því sem við víkkum út vitund okkar. Fleirum litum (litum sem okkar mannlegu augu hafa aldrei skynjað) er bætt við, fleiri víddum og sviðum og hærri tíðni er bætt við Shamballa.
Hún teygir sig út í gegnum Sköpunina og við getum notað shamballa til að senda heilun(kærleika) til samferða manna okkar hér á jörðu en einnig til samferðafólks okkar í þessum alheimi á öllum víddum.
Þýtt og endursagt upp úr svörum frá Phyllis Brooks og Lilju Petru Ásgeirsdóttur,Shamballa MD meisturum og kennurum síðan 1998 og Shamballa 13D meistar kennurum.
Endur unnið í ágúst 2005
Algengar spurningar um shamballa | Breytt 6.4.2011 kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2011 | 10:41
Sambönd og heftandi skoðanir
Höldum áfram umræðunni frá því í gær, þar sem Vywamus talar um það að við sköpum okkar raunveruleika.
Hann segir á bls 6 í Mahatma bókinni.
"Ef þú ert í sambandi sem virðist vera mjög erfitt líttu þá djúpt innra með þér.
Ertu að bregðast við því sambandi?
Ertu reið?
Finnst þér að þú hafir orðið fyrir missi eða svikum?
Eru vonbrigði og kvíði til staðar?
Hver þessarra tilfinninga er eins og ég kalla það gikkur á takmarkandi skoðun sem er til staðar hjá þér, sem spegill lífsins er að sýna þér.
Afhverju spyrðu kannski?
Jú, svo þú getir sleppt þeim. Þessar skoðanir eru heftandi og takmarkandi og þér er ekki ætlað að vera takmörkuð eða heft.
Þegar ég segi þér þetta þá skaltu hafa í huga að ég er ekki að segja þér að fara frá einhverju. Mörg ykkar haldið að þegar talað er um frelsi þá sé það að komast burtu frá einhverju. Sérstaklega þá hverskyns skipulagi. Sum ykkar halda jafnvel að þið séuð þá laus undan ábyrgð.
Ég er ekki að segja að speglar séu að sýna þér hvernig þú eigir að komast undan einhverju öðru en skoðunum sem eru takmarkandi. Reyndar leyfir losun á heftandi skoðunum þér að fylgja skipulagi á þann hátt sem því var upphaflega ætlað að gera.
Skipulag er guðdómlegt stuðningskerfi sem er ekki ætlað að vera heftandi."
Þú hefur núna einstakt tækifæri til að hreinsa til í undirdjúpi huga þíns og hafa margar stórkostlegar leiðir og tæki til þess komið fram á síðustu árum og áratugum.
Ein þessarra leiða er vinna með Shamballa mdh.
Bækur | Breytt 6.4.2011 kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2011 | 08:01
Þú skapar þinn raunveruleika!
Bækur | Breytt 6.4.2011 kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2011 | 10:46
Samúð
14.3.2011 | 09:53
Kærleikur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2011 | 08:52
Shamballa mdh námskeið á Ísafirði
Shamballa námskeið | Breytt 6.4.2011 kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2011 | 10:12
Viskuorð
Andleg málefni | Breytt 29.4.2011 kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2011 | 14:51
Ísreals ferð 4.hluti
Ferðalög | Breytt 6.4.2011 kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2011 | 16:48
Ísraels ferð 3. hluti
Ferðalög | Breytt 6.4.2011 kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2011 | 21:25
Baba kristalhugleiðsla 3.hluti
Hari Baba | Breytt 6.4.2011 kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Shamballa MDH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar