Ísraelsferð 2.hluti

14. nóvember  Við vöknuðum klukkan 5 mínútur í 7, einungis 5 mínútum áður en við áttum að vera mætt í morgunverð. Við höfðum reyndar vaknað fyrr en lokuðum augunum aftur uns vekjaraklukkan myndi hringja sem reyndar brást.Rútan sótti okkur klukkan átta og var stefnan sett á Jerúsalem.Ekið var gegnum Negev eyðimörkina og meðfram Dauðahafinu. Fjöllin voru stórkostleg en einnig eyðimörkin. Það er undursamlegt að sjá hvernig Ísraelum hefur tekist að rækta alls kyns plöntur í eyðimörkinni með því að bora eftir vatni þar. Við stoppuðum í Ein Gedi til að dást að gróðrinum þar og fylgjast með steingeitum stökkva yfir girðinguna þar. Grunnorkan þennan dag var friður jafnvel þó fréttir bærust í síma af hryðjuverka árás í Jerúsalem.

Ég kom mér verulega á óvart að sjá hversu dreifð byggð var í Jerúsalem og hvernig hún er byggð á mörgum hæðum í eyðumerkur landslagi. Ég vissi reyndar ekki hvers ég ætti að vætna en þetta var ólíkt því sem ég hafði ímyndað mér. Fyrst ókum við í gegnum hverfi Múslima upp á Ólífu fjall. Þaðan er frábært útsýni yfir gömlu borgina og Dome of the rock.

dome-of-the-rock-0Okkur var ráðlagt að hafa góðar gætur á munum okkar meðan við tækjum myndir. Það var eins gott því tveir í hópnum urðu fyrir barðinu á vasaþjófum en þar sem að sást til þeirra varð ekkert tjón af því.Næsta stopp var í þjóðminjasafninu í Ísrael þar sem Dauðahafshandritin eru geymd. Það tók þó nokkurn tíma að komast í gegnum umferðina þar sem það virðast engar umferðareglur gilda um akstur þarna. Er við komum í safnið fórum við beint að skríninu þar sem handritin eru geymd. Allt var hljótt og mikil helgi hvíldi yfir öllu. Við fórum í gegnum öll ritin sem voru til sýnis og vorum með þriðja augað opið til að taka á móti þeim kóðum sem þar væri að finna. Þegar ég skannaði Davíðssálma sem er eitt af hinum yngri ritum fékk ég á tilfinninguna að ég hefði verið einn af riturunum. Margir í hópnum upplifðu sterkar tilfinningar þarna. Þegar við komum út á þakið þéttum við hópinn og fórum í hugleiðslu sem einnig var send út á netið.  

Erkiengillinn Metatron virkjaði fleiri kóða og var þetta mjög kröftug hugleiðsla. Tárin streymdu og ef öllum tárunum hefði verið safnað í glas hefði það fyllst mjög skjótt. Þetta var undravert og svo mikill kærleikur sem umvafði okkur.

 

Eftir mat fórum við að Grátmúrnum. Þetta er helgasti staður landsins helga.

Allar konurnar í hópnum huldi hár sitt og höfuð og karlarnir settu upp hatta. Konurnar voru í síðum pilsum eða buxum til að hylja leggi sína. Baba vildi að við sýndum fólkinu og trú þeirra fulla virðingu sem var frábært.Við vorum gestir í þessu landi og við virtum fólkið sem við höfðum komið til að aðstoða með þeirri innri vinnu sem við unnum fyrir okkur sjálf. Þarna þurftum við að fara í gegnum málmleitartæki. Karlarnir vinstra megin og konurnar hægra megin. Við gátum ekki farið í hóphugleiðslu upp við múrinn þar sem þarna var svæðaskipt fyrir karla og konur. Pör fara ekki saman að veggnum til að biðja. Því fórum við sitthvorum megin við girðinguna sem þarna var og héldum kærleika og ljósi í hjarta okkar án nokkurra fordóma, meðan við fórum að múrnum til bænagjörðar. Baba bað okkur um að hafa í huga hina nýju kóða sem höfðu verið virkjaðir við safnið fyrr um daginn. Ég fór að veggnum auðmjúk og með virðingu og kærleika til allra þeirra sem þarna hafa komið og munu koma. Ég tengdi við vitund steinanna sem mynda múrinn og bauð þeim að taka við þessum kóðum og kærleika. Ég kallaði líka á Pan, Gaiu og tíva Jerúsalem.  Á eftir söfnuðumst við öll saman á fjarhlið torgsins og fórum í hugleiðslu. Aftur leiddi Metatron hugleiðsluna gegnum Baba. Það var fremur erfitt að einbeita sér þar sem lögreglubílar óku stöðugt framhjá okkur og börn léku sér nálægt auk þess sem mjög óþægilegt var að sitja á grjótinu. Götulífið í Jerúsalem virðist mjög afslappað jafnvel þó að ungir menn beri riffla sína um allt. Þessir ungu hermenn verða að halda á vopni sínu hvert sem þeir fara þegar þeir eru ekki á vakt.  Mér leið þó ekki vel innan um öll þessi vopn enda óvon því að vopn séu í sjónmáli hvert sem ég fer.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Shamballa MDH

Höfundur

Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Ég er Shamballa MDH meistari og hef kennt shamballa kærleiks og sjálfseflingar námskeið á Íslandi, Evrópu og Afríku frá 1998 ásamt manni mínum, Erlendi Magnússyni. Ég er einnig heildrænn heilsuráðgjafi og höfuðbeina og spjaldhryggsjafnari.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hari das baba white
  • n719607009 1110518 633
  • basicteachers cameroon
  • baba5
  • baba7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband