16.3.2011 | 08:01
Þú skapar þinn raunveruleika!
"Þegar þú fæðist inn í jarðneskan líkama, þá fæðistu inn í speglandi ferli og raunveruleika.Þá meina ég að allir í lífi þínu eru speglar fyrir þig og þú fyrir þá.
Í samböndum þá speglar sá sem þú ert tengdur annað hvort einhverju sem þú hefur enn ekki skilið eða styrk sem þú hefur enn ekki nýtt þér. Líklega er það hvort tveggja.
Mundu að þú skapar þitt eigið líf.
Þú skapar það allt saman."
Mahatma i og ii eftir Brian Grattan bls 6
Þessi orð Vywamusar hljóma eins og harður dómur þegar litið er til ástands hjá mörgum fjölskyldum í dag eða þegar litið er til hamfarasvæða.
Afhverju ætti einhver að velja að fæðast til þess einungis að deyja í jarðskjálfta eða til að upplifa að flestir vinir þínir og fjölskylda eru látnir?
Því skyldum við skapa okkur svo miklar skuldir að við sjáum ekki út úr þeim og fáum kvíðakast eða þunglyndi, hjartsláttartruflanir eða aðra sjúkdóma í kjölfarið?
Þegar þetta er skoðað verðum við að hafa mun stærri mynd en líftíma í huga okkar.
Hvað erum við meira en líkami?
Hvaðan komum við og hver er tilgangurinn með jarðlífinu?
Hvað ætlum við að læra í þessu jarðlífi og hvenær teljum við að því markmiði sé náð?
Við þurfum að lyfta okkur upp fyrir hversdagsleikan og áhyggjurnar og fá yfirsýn.
Það er margt sem er okkur hulið þegar við erum í miðri hringiðu erfiðleika eða lífsins almennt. Það er rétt eins og við stöndum inn í skógi og sjáum aðeins næstu tré þegar í raun það er heill heimur utan skógarins sem við sjáum ekki og jafnvel laufskrúið byrgir okkur sýn til himins.
Það er svo margt sem við vitum ekki.
Svo margt sem við sem hér erum í efnislíkama ekki skiljum um alheiminn og þá krafta sem þar eru að verki.
Þau lögmál sem gilda í hinum kosmíska alheimi.
Margt hefur verið ritað og þú eflaust lesið margt en ávalt skaltu þó sía upplýsingarnar í gegnum hjartastöðina þína. Hvernig líður þér þegar þú lest upplýsingar sem stangast á við hefðbundna trú?
Skoðum betur orð Vywamusar hér að ofan.
Lífið er speglandi ferill. Allir sem þú hittir eru speglar fyrir þig og þú fyrir þá. Suma spegla er auðvelt að horfa í og aðra ekki.
Þar sem er erfitt að horfast í augu við hegðun eða samskipti þar er eitthvað sem við ættum að skoða nánar.
Hugleiddu orðin en mundu að sá kraftur sem öflugastur er til að umbreyta ástandi er kærleikur, óskilyrtur, hreinn kærleikur og þú hefur óheftan aðgang að uppsprettu hans. Hann er ekki læstur niður í kistu eða bak við stál dyr.
Hann er hér núna fyrir þig.
Kærleiksknús
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkur: Algengar spurningar um shamballa | Breytt 6.4.2011 kl. 10:11 | Facebook
Um bloggið
Shamballa MDH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.