22.3.2011 | 06:31
UFO yfir Evrópu?
Góðan daginn gott fólk.
Það er vetrarlegt á Fróni í dag, grýlukerti hanga fyrir utan gluggann minn og það gnauðar í vindi. Dagur er orðinn lengri en nóttin en samt er vetur konungur fastheldinn á sinn hlut enda var fyrri hluti vetrar heldur rýr fyrir hann.
Í gær var Baba í stuði og setti inn nokkrar fréttir af UFO sem sést höfðu, á fésbókina hjá sér.
Það væri að sjálfsögðu heldur óviturlegt að halda því fram að við værum eina tæknivædda samfélagið í veröld sem telur þúsundir sólkerfa, eða kannski erum við orðin tæknivæddari en við fáum að vita og þessi fyrirbæri eru af mannavöldum að hluta til eða öllu leyti.
Ég heyrði sagt fyrir fáeinum dögum að sést hefði með berum augum til risa geimfars yfir Brasilíu.Það eru margar sögur til um bæði UFO og geimskip og margt ólíkt með þeim rétt eins og lífið á jörðinni er síbreytilegt.
Það sem sást yfir Evrópu kom fram á veðurtunglamyndum og líkist helst risa kleinuhring sem birtist bara augnablik á stærð við Belgíu.
Hvað hefur nú allt þetta tal um geimför að gera með kærleika og shamballa?
Jú, þetta er spurning um að átta sig aðeins betur á sköpunarverkinu og það er einkar fjölbreytilegt og margt sem við eigum eftir að átta okkur á í þeim efnum. Verur sem stjórna geimförum eða geimskipum eru frá sömu Uppsprettu og við að upplifa og stefna að þroska og þróun til að sameinast að lokum aftur einingunni eða Skapara sínum.
Kærleikurinn nær langt út fyrir gufuhvolfið jafnt sem víddirnar.
http://ufobriefcase.net/2011/03/20/ufo-sighting-weather-radar-detects-ufo-bigger-than-belgium/
Hefurðu nokkurn tíma velt því fyrir þér hversu mikið af því sem kemur fram í Stjörnustríðs myndunum og Startrek sé raunhæft?
Hversu mikið af þessu efni sé miðlað frá raunverulegum þáttakendum í slíkum aðstæðum?
Gangtu í kærleikanum í dag sem aðra daga.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Hari Baba | Breytt 6.4.2011 kl. 10:09 | Facebook
Um bloggið
Shamballa MDH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.