Sögur frá shamballa fjölskyldunni

Fyrir tveimur árum síðan kom út bókin Shamballa multidimensional healing, opening to a life of freedom and love.
Það var góð vinkona okkar Phyllis Brooks sem tók efnið saman en hún inniheldur sögur af Baba, miðlanir og reynslusögur fólks sem hefur lært Shamballa MDH.

Í dag langar mig að deila með ykkur sögum tveggja kvenna.

Nedda Wittels er dýrahvíslari og heldur úti vefsíðu um heilun á dýrum.
Hún hefur á síðustu dögum veitt mér aðstoð við heilun á husky hundi sem var farinn að glefsa í gesti.

Nedda segir:
Fyrir mér er shamballa alls ekki heilunartækni, það er, ekki nema þú lítir á heilun sem leiðina til hins sanna sjálfs. Fyrir mér er Shamballa leiðin til að vera, vitundarástand, persónuleg leið til hugljómunar. Í kærleika.

Cyndi Swenson segir:
Hvað Shamballa þýðir fyrir mig.

Shamballa var land sem ég þekkti eitt sinn og mundi eftir þegar ég heyrði nafnið Shamballa.

Í Kung fu með Kwai Chang Caine var það staðurinn sem Tíbesku munkarnir fóru til. Ég sá hann þegar ég fór að nota shamballaorkuna. Fólkið var í ljóslíkama og þarna var mikill kærleikur og friður.

Ég sá Chris McGee veita heilunarorku eitt sinn og spurði hvað hann væri að gera. Ég vildi samstundis fá aðgang að þessarri orku. A fyrsta námskeiðinu sem ég sótti var ég vígð með tákninu Cho ku ray. Ég sá mikið niðurhal tákna rétt eins og í Matrix myndinni, svartur skjár með læm grænum stöfum sem hrundu eins og úrhellisrigning.
Augun flöktu og hugurinn reyndi að sjá hvert tákn. Þetta var enduropnun inn í kærleika sem ég hafði saknað. Allir voru alltaf að tala um Reiki en mér líkaði ekki tóninn í Reiki. Ég elska shamballa orkuna, hún minnir mig á heimkynni mín. Því hærri orka, því betra. ég veit ég sindra á hærri tíðni en margir og á oft í erfiðleikum með lágtíðni orku. Ég er þakklát Baba fyrir að hafa fært okkur hér í Bandaríkjunum shamballa og Phyllis og Mark fyrir að kenna það. Dreymdu drauminn þinn, frelsi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Shamballa MDH

Höfundur

Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Ég er Shamballa MDH meistari og hef kennt shamballa kærleiks og sjálfseflingar námskeið á Íslandi, Evrópu og Afríku frá 1998 ásamt manni mínum, Erlendi Magnússyni. Ég er einnig heildrænn heilsuráðgjafi og höfuðbeina og spjaldhryggsjafnari.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hari das baba white
  • n719607009 1110518 633
  • basicteachers cameroon
  • baba5
  • baba7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 12438

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband