Kjarni Shamballa

Góðan daginn kæru shamballa vinir.

Mig langar til að deila aðeins meiru úr bók Phyllis með ykkur.

Eftirfarandi pistill er frá Joanne Healy í Bandaríkjunum.

Hún segir: Ég skil þá erfiðleika sem fólk hefur með að skilja kjarna Shamballa og hvað hann þýðir fyrir hvert og eitt okkar. Ég hef nýlega reynt að vera aðeins skilvirkari varðandi þetta og hef skrifað reynslusögur mínar á Shamballa póstlistann þar sem Shamballa hefur breytt lífi mínu í grundvallar atriðum á síðustu árum.

Ég ræddi þetta einmitt við Shamballa vin minn nýlega og komst að þeirri niðurstöðu núna (þetta gæti breyst), að með Shamballa komi fram hinn einstaki einstaklingur, kjarni Guðsjálfs þíns samofinn við efnislíkaman. Þegar þú ert hamingjusöm í sjálfri þér og með sjálfri þér þá er oft fátt að deila með öðrum. Shamballa hefur kennt mér að hugsa, skynja og vera ég sjálf og ég elska það.

Móðir mín sagði alltaf við mig og systkini mín. Vertu trú sjálfri þér.

Ég nota þetta mottó þegar ég les bækur og annað efni. Hljómar þetta rétt og satt innra með mér? Er verið að deila kærleika og ljósi eða finn ég til ótta? Það er það sem Shamballa kennir líka (hreinsun og virkjun í kærleiks og ljós orku).

Shamballa er eins og kærleikur almúgans, ekki yfirborðs kenndur og útvalinn heldur fyrir allt og alla. Móðir mín sagði okkur líka „Þið eruð ykkar eigið sjálf“ eða eins og við segjum í shamballa „Ég er það ég er“ (I am that I am). Þetta er það sem ég hef alltaf skilið að „Ég er það ég er“ þýði, að ég sé ég sjálf.

Þegar ég vaknaði fyrst til andlegrar vakningar og gerði mér grein fyrir að ég er í raun meira en summa allra líkamshluta minna þá heyrði ég þessa möntru í höfði mér alla daga. „ Ég er meira ég sjálf í dag en nokkurn tíma fyrr“. Þetta er nokkuð sem ég í dag lít á sem aðra ásýnd af því hvað „Ég er það ég er“ þýði.

Ég sendi öllum Shamballa í kærleika og ljósi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Shamballa MDH

Höfundur

Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Ég er Shamballa MDH meistari og hef kennt shamballa kærleiks og sjálfseflingar námskeið á Íslandi, Evrópu og Afríku frá 1998 ásamt manni mínum, Erlendi Magnússyni. Ég er einnig heildrænn heilsuráðgjafi og höfuðbeina og spjaldhryggsjafnari.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hari das baba white
  • n719607009 1110518 633
  • basicteachers cameroon
  • baba5
  • baba7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 12438

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband