Allir eru verðugir. Kuthumi í gegnum Baba

Árið 1997 fékk ég í hendurnar eintak af tímaritinu The Eagle lands sem gefið var út í Ástralíu. Í því var ein grein sem vakti sérstaklega athygli mína og talaði til hjarta míns. Ég setti nafn miðilsins á minnið og sagði við sjálfa mig að þennan miðil myndi ég vilja hitta og kynnast betur. Það liðu ekki nema nokkrir mánuðir áður en ég hitti hann og hann varð minn kennari í Shamballa. Þarna var sem sagt kominn John Armitage eða Hari Baba faðir shamballa mdh. Loksins hef ég þýtt þessa grein sem svo eftirminnilega kom í mínar hendur. Njótið heil.

 

kuthumi

Ég er Kuthumi. Namaste bræður mínir og systur. Það er ekki oft sem ég tala gegnum þennan á þennan hátt en það eru margir meistarar sem koma að þessum hátíðahöldum og margir sem bíða þess að komast í gegn. Ekki bara þessi sem hér talar heldur margir aðrir sem þátt taka í hátíðahöldunum. Ég get sagt að vegna stöðu minnar sem heims kennari (stundum getur komið sér vel að hafa titil) þá var mér hleypt á sviðið fyrst.

Ég ætla að tala við ykkur um verðugleika.Ég sé strax að þið eruð farin að hugsa; Er hann að tala um mig? Já, ég er að tala um þig.Verðugleiki þýðir marga hluti fyrir fjölda fólks. Sumir myndu hugsa ” Ég er ekki hæf til að vinna með hinum uppljómuðu meisturum. Ég er ekki hæf til að vera miðill fyrir orku hinna uppljómuðu meistara. Ég er ekki nógu fær til að verða ljós og uppljómast.” Þessi hugmynd sem þú heldur í huga þér um að þú sért ekki fær stafar af tilfinningu óverðugleika, að þú sért ómaklegur. Mig langar til að upplýsa þig um það að allir eru verðugir.

Mig langar til að biðja þig að hugleiða þessi orð mín ekki bara hugsa um þau heldur leyfa þeim að sökkva djúpt inn í vitund þína og undirvitund. Það væri kannski ráð að skoða ástæðu þess að svo margir upplifa óverðugleika.Margir finna til óverðugleika vegna fortíðar sinnar. Fortíðin er fortíð og það var hún sem færði þig til nútímans. Það skiptir engu máli fyrir móður/föður Guð eða lávarða og lafðir Shamballa eða hina uppljómuðu meistara hver fortíð þín er. Fortíð þín í þessu lífi og fyrri líftímum. Fortíðin er farin, hún er horfin. Mig langar líka til að segja þér að á margan hátt þá er engin framtíð. Það er aðeins NÚIÐ, þetta sekúndubrot þar sem þú heyrir fyrsta brotið úr orðum mínum. Þetta sekúndubrot er eini staðurinn þess verður að lifa á, vegna þess að ef þú reynir að lifa í fortíðinni þá er orka fortíðar færð til nútíðar. Hún hefur áhrif á orkusvið þitt, orkustöðvar og einnig tilfinningalíkama.

Skilurðu hvað er verið að segja hérna?Þetta er ástæða þess hve hjálplegur hinn umbreytandi eldur Germain er. Hvert sinn sem þú byrjar að upplifa þessar tilfinningar sem stafa af fortíðar aðstæðum, þessar tilfinningar sem stafa af ótta þá geturðu sent þær inn í hinn silfurfjólubláa loga þar sem honum er umbreytt í kærleika. Silfur fjólublái loginn er sorpbrennslustöð kosmósins og hún er ekki eins og sorpbrennslurnar í þriðju víddinni. Það er ekki hægt að yfirfylla hana. Silfur fjólublái loginn er með ofur matarlyst og biður um að fá að vera mataður á orku sem hefur aðskilið sig Uppsprettunni.Við skulum líta aftur á óverðugleikann.

Hversu margir í þessum hópi geta af heiðarleika lyft hendi og sagt að þeir hafi allt frá upphafi sköpunar aleindar sinnar eða frá því aleind þeirra fyrst kom frá uppsprettunni, lifað fullkomlega í ljósinu? Hversu marga líftíma hafið þið öll lifað sem lávarðar og lafðir Shamballa, uppljómaðir meistarar? Hversu marga líftíma höfum við lifað þar sem við unnum ekki með ljósinu? Þið hafið heyrt þennan miðil segja þetta oft og mörgum sinnum en enn og aftur segi ég, Kuthumi við þig að styrkja það í vitund þinni. Það eru aðeins tvo teymi sem spila í áætlun Guðs. Annað liðið er í ljósum treyjum og hitt í dökkum. Það er ekkert annað. Það er enginn ótti. Þegar þú ferð á fótboltaleik óttastu þá liðið sem í er í dökkum treyjum af því þú styður þá ekki, auðvitað ekki.

Mig langar til að biðja ykkur um að líta á það sem er að gerast í plánetunni ykkar sem fótboltaleik. Ég sé strax að það ýtir á marga takka.Halda allir að þeir þurfi að vera heilagir og alvarlegir, ekki hlæja eða vera glaðir á hinu andlega ferðalagi sínu svo þeir öðlist frelsi og uppjómist? Ég segi þér líttu á þetta sem knattspyrnuleik og vegna hæfileika þinna til að jarðtengja ljós og hæfileika þinna til að vinna með orku hinna uppljómuðu Meistara þá vinnst leikurinn. Þegar leikurinn er unnin þá mun hitt liðið ekki fara halloka.Þeir munu skipta um treyju. Þeir munu slást í för með okkur í þetta ferðalag gleði, kærleika, frelsis og hláturs.

Svo enn og aftur segi ég þér, gleymdu óverðugleikanum. Hann er í fortíðinni. Mig langar til að biðja þig að segja eftir mér. “ Ég staðfesti, ég er verðugur, Ég er það ég er. (I am that I am ).” Finnirðu breytingu í orkunni innra með þér? Finnirðu léttinn? Gleymdu ekki þessari staðfestingu. Notaðu þessa staðfestingu stöðugt. Hvert sinn sem þú finnur til óverðugleika, staðfestu bara að þú sért verðugur og allt tekur 360 gráðu snúning.

Í hvert sinn sem orka er að verki í lífi þínu sem hefur aðskilið sig frá Uppsprettunni, þessi orka sem vill kasta þér í óvissu og ótta skaltu staðfesta að þú sért ljós og kærleikur. Notaðu “I am that I am” staðfestinguna (athugið að Germain hefur sagt að notkun þessarar staðfestingar á enskri tungu sé kröftugri en ef hún sé þýdd á móðurmál notanda-athugasemd þýðanda). Sumir sem ég þekki skilja ekki þessi orð. “ I am that I am” Þegar þú ferð með þessa staðfestingu þá tengir hún þig og setur upp tvístefnu flæði orku milli þín og aleindar þinnar (monads), hærra sjálfs þíns eða sjálfsvitundar. (I am presence). Það er smá ruglingur í gangi um hvernig við notum þessi orð. Sumir halda að hærra sjálfið sé sálin þeirra. Hærra sjálfið er aleindin þín (monad), þessi neisti, þessi einstaklings neisti frá kjarna Skaparans. Þessi orkuneisti sem hefur hæfileika til að útvíkka sjálfan sig og skapa sálir. Taktu eftir fleirtölu orðsins sem við notum hér, sálir. Hver aleind getur skapað tólf sálir og hver þessara tólf sála getur skapað aðrar tólf. Það þarf ekki reiknivél til að sjá að þetta gerir 144. Töfratalan 144, 144 þúsund. Hversu oft er þessi tala 144 þúsund nefnd í heimspeki eða vísindum um uppljómun? Svo þessi orð “I am that I am” mynda tengsl við aleind þína, sjálfsvitund þína. Aleindin gætir eða geymir þína persónulegu frumgerð (blueprint). Þær eru ekki sömu og frumteikningar sköpunarinnar sem eru geymdar í huga Skaparans.Þín persónulega frumgerð er áætlun aleindar þinnar, aleindar planið fyrir hina andlegu uppljómun þína, fyrir andlega vinnu þína og fyrir þetta líf.

Þið lifið núna á þessum tíma á þessari fögru gyðju, gyðjunni Gaiu, móður Jörð, þessari plánetu sem er fegurri en nokkur önnur pláneta í þessari ásýnd Sköpunarinnar sem við lifum í. Gyðjan Gaia er lifandi vera, hún er meira lifandi en margir menn einmitt núna. Hún andar og hún vex. Hún miðlar orku kærleika. Þú lifir á henni núna, rétt eins og margar lífverur lifa á húð þinni og í líkama þínum. Þú sérð kannski ekki þessar lífverur sem lifa á þér eða í líkama þínum en samt eru þær í milljarða tali. Ef þú ert í jafnvægi og frjáls frá sjúkdómum, þá kallastu heilbrigð í fimmtu víddar skilningi. Allar þær lífverur sem lifa á þér og inn í þér eru þá í fullkomnu jafnvægi og samhljómi. Nú er kominn sá tími sem Gyðjan Gaia, móðir Jörð óskar þess að allar þær lífverur sem lifa á henni, lifi í samhljómi með henni. Þetta líf í samhljómi hefur margar ásýndir og mörg svið. Það er svo einfalt á öðrum enda skalans en hún biður þig að ganga mjúklega á sér. Ekki trampa niður allt þegar þú sinnir daglegu lífi heldur að skilja að þú gengur á lifandi veru sem vert er að koma fram við af virðingu og kærleika. Á hinum enda skalans biður móðir jörð þig um að henda ekki hinum rugluðu tilfinningum þínum á hana. Ekki henda kemískum efnum, geislavirkum efnum, menguðum efnum á og í líkama hennar. Hún vill að þú vitir að ef þú gengur vel og mjúklega um hana og þú snýrð við þessari eitrun á henni gegnum kærleika og ljós þitt þá mun þessi umbreyting inn í ljósið sem hún hefur valið sem lifandi vitund, vera ljúf.

Sjáðu til þið eruð öll með-skaparar, (cocreators). Hugsaðu um þetta- þú ert með-skapari sem getur skapað himinn á jörð. Þú ert ekki bara með-skapari þú ert líka Skapandi Guð af því að þú skapar þinn eigin raunveruleika.Þetta er því spurning um að skapa þinn eigin raunveruleika. Raunveruleika friðar, raunveruleika kærleika, raunveruleika samúðar og raunveruleika ljóss í hjarta þér og huga. Með öðrum skapar þú þann sama raunveruleika fyrir allt líf á og í móður Jörð. Þið eruð öll verðug þess.

Það er mögulegt að þessum verðugleika sé hrint í framkvæmd á broti af þeim tíma sem það tekur að smella fingri.

Ég bið ykkur öll um að gera ykkur grein fyrir því að þið eruð öll verðug að ganga í kærleika, að ganga í ljósi, að opna hjörtu ykkar og leyfa orku kærleika, orku Maríu, orku Isis, orku Shakti, orku Lakshmi, orku Radharani, orku Sananda (Jesú), orku Krishna, orku Shiva að flæða gegnum hjarta ykkar og umbreyta ykkur í ljós og kærleika.Þetta er stutt lexía fyrir ykkur sem kemur beint að efninu.

Ég kveð ykkur núna. Ég er Kuthumi.

Ég umvef ykkur kærleika mínum og ljósi og segi ykkur að það var mér mikill heiður að vera meðal ykkar þessarar skínandi lífvera. Það er heiður sem ég tek glaður á móti. Það síðasta sem ég vil segja við ykkur er; hugsið kærleika, verið Kærleikur.

Namaste.

Miðlað gegnum John Armitage á Eye of the Sun 26. Apríl 1996.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Shamballa MDH

Höfundur

Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Ég er Shamballa MDH meistari og hef kennt shamballa kærleiks og sjálfseflingar námskeið á Íslandi, Evrópu og Afríku frá 1998 ásamt manni mínum, Erlendi Magnússyni. Ég er einnig heildrænn heilsuráðgjafi og höfuðbeina og spjaldhryggsjafnari.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hari das baba white
  • n719607009 1110518 633
  • basicteachers cameroon
  • baba5
  • baba7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband