Mizpe Ramon, sigdalurinn mikli.

Enn heldur áfram frásögn mín af ferð okkar hjóna til Ísrael með Baba árið 2001.

Það var kominn 17. nóvember, klukkan var hálf níu á laugardagsmorgni. Við vorum öll saman komin í rútunni tilbúin að fara á vit nýrra ævintýra. Baba hafði sagt okkur á fyrsta degi að við værum þarna tilað vinna en ekki í fríi. Ef við vildum fara í sólbað þá gætum við sagt skilið við hópinn strax. Auðvitað vildi það enginn. Við vorum öll tilbúin og spennt fyrir því sem beið okkar hvern dag þrátt fyrir að það þýddi lítinn svefn og síðbúnar og óreglulegar máltíðir.

Margir í hópnum voru farnir að finna fyrir óþægindum í mjóbaki og öxlum eftir setuna í rútunni.Í dag lá leið okkar til Mizpe Ramon.Það var fremur svalt í veðri og spáð var rigningu til fjalla en þangað var einmitt ferðinni heitið.

Ég var dáleidd af fjöllunum í kringum Eilat. Í þeim voru margbreytilegu litir, rauðir, gulir og svartir sem minntu á vissan hátt á fjöllin okkar heima. Þetta voru að vísu aðrir litir en formið og tilurð þeirra voru ekki ósvipuð. Þau fylltu mig mikilli gleði og vellíðan.

Við stoppuðum við Kalsít helli sem Baba hafði uppgötvað á fyrri ferðum sínum þarna um. Það var undursamlegur staður. Allir hófu að leita að kristöllum og brjóta þá frá berginu með frumstæðum verkfærum. Hjarta mitt tók kipp og ég fékk sáran sting í brjóstið er ég fylgdist með samferðafólki mínu þarna. Það var nóg af kristöllum sem lágu þarna og var engin þörf á að brjóta upp meira. Vegurinn hafði verið lagður þarna í gegn um kristalla æð.Við Elli fundum örfá góð eintök og nutum síðan tímans þarna til að tengja við orkuna. Ég velti því líka fyrir mér hvernig í ósköpunum fólkið ætlaði að koma öllu þessu grjóti með sér í flugvélina og þetta reyndist rétt aðeins vera byrjunin á steinaæðinu. Síðar kom í ljós að allir steinarnir komust í vélina alla vega heyrði ég ekki um neina steina sem voru skyldir eftir á flugvellinum í OVDA.

 

 

mizpe-ramon

Leið okkar lá áfram til Mizpe Ramon. Þetta er stærsti gígur á jörðinni eða jarðmyndun því ekki er um eiginlegan gíg að ræða. Hann er 40 km langur, 9 km víður og 300 metra djúpur. Vísindamenn telja að hann hafi myndast fyrir um hálfri milljón árum síðan af samspili plötuskriðs og uppblásturs. Nabatean lestir fóru hér um á leið milli borgarinnar Petru og Ovdat sem er hluti af Silkileiðinni.

Fornar rústir menningar frá þeim tíma stand í miðjum sigdalnum.Rútan stöðvaði upp á hæðinni þar sem möguleiki gafst til að versla fagra kristalla en þar sem við höfðum skilið veskið eftir í rútunni nýttum við tímann til að skoða umhverfið og náði ég mynd af steingeit sem var á beit en ábætirinn hennar voru sojabaunir í tómatsósu. Eins og svo oft gerist þá gleymdi fólk hvað tímanum leið og lét bíða eftir sér. Fararstjórinn varð að vonum óþolinmóður enda margt eftir að skoða þennan dag.Ég held að þetta hafi verið í eina skiptið sem Baba þurfti að taka upp svipuna sína og minna hópinn á að þetta væri engin venjulega túrista ferð heldur vinna sem þurfti að framkvæma.Ég gat vel séð sjálfa mig í sömu sporum og Baba þegar ég fer með stóra eða smáa hópa um landið.

 

Það var byrjað að rigna og allt orðið blautt.Þegar að rignir þá fer vatnið ekki beint niður í jörðina þar sem það fellur. Jörðin er svo uppþornuð að hún getur ekki síað vatnið strax svo það rennur í lækjum til lægri staða þar sem það safnast saman áður en jörðin gleypir það. Við tókum stefnuna á Ovdat, forna borg frá tíma ”Nabatea”. Borgin var grafin út í sandsteininn. Hún var byggð um tveimur öldum fyrir Kristburð sem viðkomustaður á Silkiveginum milli Egyptalands og Asíu. Hún dafnaði vel á Byzan tímanum og flest af því sem við sjáum hér nú er frá 4. og 5. öld.

Við rætur hæðarinnar sem borgin er byggð inn í er hægt að sjá veitukerfi fyrir regnvatn sem notað var til að rækta vínber og ávexti. Ovdat var yfirgefin eftir innrás persa árið 620.Rútubílstjórinn okkar, Daníel sleppti okkur út upp á hæðinni. Þessi borg er byggð á orkustöð og var einn af fáum stöðum sem Baba hafði ekki komið til áður.

Í fyrstu settumst við í sandinn en fljótlega byrjaði að rigna aftur svo við flýðum inn í eitt húsanna. Í litlu herbergi komum við okkur öll fyrir á gólfinu. Baba settist á fötu sem þarna var notuð af verkamönnum sem voru að endurgera þessar fornleifar. Við vorum að minnsta kosti ekki úti í rigningunni og vindinum, eða svona næstum því.Við byrjuðum á því að loka orkustöðinni og enduropnuðum hana síðan. Okkur var fremur kalt. Allt frá því við komum til Ísrael hafði verið sólskin og hlýtt svo mörg okkar höfðum ekki farið í nógu góðan fatnað fyrir önnur veðurskilyrði. Á leið okkar niður hæðina í átt að rútunni stoppuðum við í rými sem hoggið var út í steininn. Þar tónuðum við og limirnir dönsuðu með. Það var undursamlegt. Hópurinn var í góðum gír og gleði ríkjandi.

Þar sem við höfðum nú unnið það starf sem stefnt var að var kominn tími á að finna Bedúína tjaldið sem hýsti partý kvöldsins.Er við höfðum ekið nokkra stund varð ljóst að leiðsögumaðurinn og rútubílstjórinn voru villtir. Rútan hafði snúið við nokkrum sinnum en stefndi nú á fullu tilbaka gegnum Mizpe Ramon þar sem við loks fundum tjaldið.Allt frá því við fórum frá Ovdat hafði mér verið illt, sama gilti um vin okkar Gino. Höfuðið var að springa og maginn kvartaði sáran.

Ég spurði innra með mér hvað það gæti verið sem orsakaði þessa líðan. Ég fékk Ella í lið með mér og saman púsluðum við myndinni af ástæðum. Það leit út fyrir að ég hafi lifað þarna áður. Um þrítugs aldur hafði ég orðið barnshafandi. Faðir barnsins hafði verið gestkomandi en síðan haldið sína leið. Þetta var illa séð af fjölskyldföðurnum. Mér var úthýst og hafði ráfað um í eyðimörkinni rétt eins og við höfðum gert í rútunni í leit okkar að bedúínunum. Sá munur var þó á að rútan veitti skjól og hvíld en það gerði eyðimörkin ekki. Hún var bæði ofurheit og ofurköld.

Ég missti barnið þarna úti og stóran hluta af sál minni líka. Það var kominn tími til að endurheimta þennan sálnahluta og fyrirgefa. Leið og ég fékk þennan skilning hurfu einkennin. Meðan hópurinn fann sér sæti inn í tjaldinu og fékk sér næringu rölti ég út í eyðimörkina og samdi frið við allt og alla frá þessum fyrri líftíma.Þessi atburðarrás kom mér í opna skjöldu en ég minntist sálnalesturs sem Björk vinkona hafði veitt mér og vissi að þetta var það sem þar hafði komið fram.

Hún hafði sagt að það væri staður í eyðimörkinni þar sem ég myndi heila og ég myndi vita það er ég kæmi þangað. Í raun var þessi staður innra með mér og þegar ég heilaði sjálfa mig, þá heilaði ég jörðina einnig. Það er þannig sem almyndar heimur virkar.

Allt er samofið. Hver athöfn, hver hugsun, hvert orð skapar okkar raunveruleika og hefur áhrif á heildina. Shamballa er leið til heilleika og frelsis fyrir allar verur.

Það kom síðar í ljós að Gino hafði verið faðir minn í þessu lífi mínu í Ovdat og sá sem hafði sparkað mér í burt. Honum var fyrirgefið einnig. Síðar gátum við einnig tengt við faðir barnsins en hann var í hópnum líka. Hvílíkt ferðalag inn í dýpi sálarinnar.

Það var notalegat að sitja í bedúína tjaldinu og borða ferskt brauð með hummus og drekka heitt, sætt te. Tjaldið veitti okkur skjól frá köldum vindinum sem blés fyrir utan. Það syrgði mig þó að sjá allt plast ruslið sem flaug í kring og mengaði Negev eyðimörkina.

Eigið góðan dag.Kærleikskveðjur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Shamballa MDH

Höfundur

Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Ég er Shamballa MDH meistari og hef kennt shamballa kærleiks og sjálfseflingar námskeið á Íslandi, Evrópu og Afríku frá 1998 ásamt manni mínum, Erlendi Magnússyni. Ég er einnig heildrænn heilsuráðgjafi og höfuðbeina og spjaldhryggsjafnari.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hari das baba white
  • n719607009 1110518 633
  • basicteachers cameroon
  • baba5
  • baba7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband