4.4.2011 | 11:33
Sundrung fyrir sameiningu
Ég var svo lánsöm að taka þátt í kærleiksdögum á Sólheimum í Grímsnesi nú um helgina með manninum mínum og fjölda annarra kærleiksvera. Fyrir þessum kærleiksdögum stendur Vigdís Steinþórsdóttir hjúkrunarfræðingur og dáleiðari og má sjá meiri upplýsingar á heimasíðu kærleiksdaga.www.kaerleiksdagar.wordpress.com
Þetta voru 49. kærleiksdagarnir sem hún heldur.Við höfum það fyrir reglu að fara í að minnsta kosti einn meðferðartíma á hverjum kærleiksdögum og bjóða síðan einnig upp á meðferðir hjá okkur.
Í þetta sinn var ég leidd til Guðrúnar Fríðar vinkonu minnar en hún kemur með skilaboð til einstaklinga í gegnum ósjálfráða skrift.Hún lýsti því á leið í bæinn í gær að hún væri miklu fljótari að tengja núna eða byrja að skrifa og þau væru skýrari nú en áður en hún fór einmitt í gegnum shamballa 13D námskeið hjá okkur nýlega.
Mig langar til að deila með ykkur þeim skilaboðum sem ég fékk þar sem ég tel að þau tali ekki bara til mín heldur til margra fleiri og hafi nokkrar upplýsingar um það sem er að gerast á jörðinni og hvernig meðal annars er verið að hjálpa til.
"Náttúran syngur af gleði við komu þína. Einstök tenging þín við náttúruna hefur mikilvægu hlutverki að gegna. Jarðtenging þín er öflug, gífurlega öflug. Ræturnar eru sterkar, víðfeðmar og fara eins og net um alla jörðina. Inn í þetta net tengjast margskonar verur sem eru víðsvegar á og í jörðinni, úr miðju jarðar en síðan tenging út í algeiminn. Þetta er einhverskonar tengslanet með svo himneskri, dásamlegri orku sem er stanslaust að styrkjast og eflast.
Þessi tenging og orkan sem henni fylgir mun hafa úrslita áhrif eða alla vega gegna stórvægilegu hlutverki í því sem jörðin og þeir sem þar búa eru að ganga í gegnum. Styrkurinn frá netinu mun halda saman í sundrunginni sem margir upplifa.
Á undan kærleiks sameiningunni kemur mikil sundrung. Það þarf að brjóta niður til að byggja upp. Þegar niðurbrot á sér stað á einum stað heldur netið þeim brotum saman sem nauðsynlegt er að halda í en það sem er gamalt og úr sér gengið leysist upp.
Ferlið er þegar hafið og uppbyggingin er hægt og sígandi að eflast því margir hafa tekið þá ákvörðun að bjarga þessari veiku kærleiksríku jörð. Þú komst hingað í ákveðnum tilgangi, lagðir á þig erfitt ferðalag því þú vilt af öllu hjarta bjarga þessari gjöfulu jörð því hún hefur gefið þér svo mikla visku og dýrmæta reynslu sem þú þurftir á að halda inní nýjar víddir.
Þú komst til baka til að sýna þakklæti þitt í verki. Þú þurftir að fara langt til baka og leggja á þig ómælda vinnu til að koma hingað en það er samkvæmt þínum æðsta vilja þú kærleiksríki meistari. Þér hefur tekist með miklu áræði að vinna mjög markvisst að því sem þú komst til að gera. Af og til hefur þú aðeins gleymt þér og verið mjög upptekin af því að upplifa alls kyns tilfinningar og það hefur komið þér oft á óvart hvað mikla visku var enn hægt að upplifa á þessari jörð. Þú sem hélst að þú hefðir verið búin að prófa allt.
Þú ert einn af upplýstu meisturunum sem kom til að undirbúa jarðveginn fyrir kristalbörnin og þá einstaklings sálir sem á eftir þeim koma svo það væri auðveldara fyrir þær að lækka sig í tíðni svo að jarðarbúar megnuðu að skynja þá. Haltu áfram að skemmta þér, það er hluti af ferlinum. Netið er enn að styrkjast.
Þú mátt líka stundum gleyma þér þú ljóssins meistari.
Velkominn við fögnum þér."
Ég er reyndar sannfærð um að ekki þurfa að bjarga jörðinni en hinsvegar þiggi hún hjálp okkar í því uppljómunarferli sem hún er í.
Munum eftir að þakka jörðinni gjafirnar sem við fáum og blessa matinn okkar áður en við neytum hans. Munum að við erum kærleiksverur og getum deilt kærleikanum með náunganum og öllu í kringum okkur.
Njótið dagsins.
Meginflokkur: Andleg málefni | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Um bloggið
Shamballa MDH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.