1.5.2011 | 11:15
Má bjóða þér að verða hluti af alheims fjölskyldu kærleika og ljóss?
Má bjóða þér að verða hluti af alheims fjölskyldu kærleika og ljóss?
Þessi fjölskylda ljóssins vinnur að sjálfseflingu gegnum kærleika og heilun móður jarðar og barna hennar.
Shamballa er kærleikur, lyklar að kærleiksorku sem við getum notað til að auka kærleikan innra með okkur og til að aðstoða okkur og aðra við að heila sig ef það er okkar/þeirra æðsti vilji. Ekkert gerist ef bati er ekki í samræmi við hinn æðsta vilja eða er ekki vilji okkar eigin sjálfsvitundar.
Kærleikurinn er lykillinn að öllu, hann umbreytir öllu og er í öllu. Hann er sterkasta orka sem til er. Lifið því í kærleikanum, verið kærleikur, kennið um kærleikan. Hann er ykkar sterkasta vopn, ykkar besta lyf.
Kristur sagði; Elska skaltu Drottinn, Guð þinn af öllu hjarta þínu af allri sálu þinni og af öllum huga þínum og náungann eins og sjálfan þig.
Upphafið er hjá okkur. Fyrsta skrefið er að elska sjálf okkur til að við getum síðan geislað þeim kærleika til þeirra sem eru í kringum okkur.
Shamballa er laust við allt aðhald eða reglur. Hér er fyrst og fremst um tengingu við Guð þinn að ræða þar sem heilunarorkan sem flæðir um líkama þinn og út frá honum er aðeins bónus sem hægt er að nota til að aðstoða aðra við heilun sjálfra þeirra.
Shamballa er marglita, fjövídda, fjöltíðni kærleiks-hópvitund sem ber í sér mest af þeirri orku sem höfum áður kallað ýmsum nöfnum uns okkur var gefin þessi stórkostlega gjöf einingar í Shamballa demantinum. Þessi gjöf hefur hinn einstaka hæfileika að hún víkkar út eftir því sem við víkkum út vitund okkar. Fleirum litum (litum sem okkar mannlegu augu hafa aldrei skynjað) er bætt við, fleiri víddum og sviðum og hærri tíðni er bætt við Shamballa.
Hún teygir sig út í gegnum Sköpunina og við getum notað shamballa til að senda heilun(kærleika) til samferða manna okkar hér á jörðu en einnig til samferðafólks okkar í þessum alheimi á öllum víddum.
Meginflokkur: Andleg málefni | Aukaflokkur: Shamballa námskeið | Facebook
Um bloggið
Shamballa MDH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.