Frásögn af ferð okkar til Ísrael-borgin Petra

Sunnudagur 18. nóvember 2001

Nú er ferðin okkar í Ísreal hálfnuð og enn frá mörgu að segja. Dagurinn sem ég hef beðið eftir er loksins runninn upp. Við erum að fara til Petru í Jórdaníu. Ég hef mjög sterka tengingu við þessa gömlu borg þar sem ég ber sama nafn. Rútan fór af stað klukkan hálf átta og stefnan var tekin á landamæri Ísrael og Jórdaníu.

Það tók nokkurn tíma að komast þar í gegn. Sólin skein og það var hlýtt. Jórdaníu megin landamæra beið okkar ný rúta með leiðsögumanni. Mohamed var mjög ljúfur en átti kannski í erfiðleikum með þennan skrýtna hóp fólks.

Borgin Aqabar er í aðeins nokkra kílómetra fjarlægð frá Eilat og þar er eina höfn Jórdaníu. Landslagið er stórfenglegt. Aðal vandamál íbúa er vatnsskortur. Einu sinni í viku er fyllt á vatnstanka þeirra en þeir eru hafði upp á þaki og safna regnvatni líka, á sama tíma flæðir drykkjar hæft vatn úr krönum í Eilat.

Sunnudagur er fyrsti vinnudagur í vikunni í ríkjum sem aðhyllast Islam en í dag er líka Ramadan. Ramadan er eins og jólahátíð okkar. Jafnvel þó að Islamar fasti frá sólarupprás til sólarlags sem er ca frá hálf sjö að morgni til 5 að eftirmiðdegi hittast fjölskyldur og vinir og fagna og borða góðan mat eftir að sól er sest. Þetta er einnig mikil ljósahátíð.

Petra

 

Petra er ákaflega áhrifaríkur staður og þar hafa margar fornleifa rannsóknir farið fram. Þar var búseta frá alda öðli en fyrir tíma Nabateans var Petra bara staður í eyðimörkinni sem hafði vatn. Milli þriðju aldar fyrir Krist og fyrstu aldar eftir Kristburð var byggð upp stórkostleg borg sem gerði hana að miðstöð verslunar og viðskipta. Árið 106 e.Kr. var Petra innlimuð í Rómarveldi. Kristin trú barst þangað á 4.öld, Islam trú á 7. öld og krossferðariddarar komu þangað á 12.öld. Eftir það var Petra gleymd til ársins 1812 þegar hún var enduruppgötvuð af JL BURCHARDT.

Þegar mannlíf í Petru var á hátindi sínum bjuggu þar um 20-30 þúsund manns. Úlfaldalestirnar sem stoppuðu hér á leið sinni eftir Silkileiðinni töldu allt að 5000 úlfalda ásamt fjölda fólks.

Þegar við komum þangað virkaði hún yfirgefin. Ferðamanna tíminn var liðinn og ekki margir nógu klikkaðir að ferðast á þetta svæði nú þegar ástandið í heiminum var eldfimt eftir árásina á tvíburaturnana nokkrum vikum fyrr. Petra er staðsett í fjalllendi í um 1000 metra hæð yfir sjávarmáli svo þar er heldur kaldara en á ströndinni í Eilat en við vorum viðbúin því og ágætlega klædd.

Elli var með höfuðverk alla leið frá Eilat til Petru og sá fyrir sér minningarbrot úr fyrri lífum á þessu svæði. Við höfðum ferðast í gegnum sama landsvæði og Arabíu Lawrence hafði áður gert. Það ætti því að vera auðvelt að rifja upp landslagið með því að horfa á myndina um hann og Indiana Jones síðar.

 

petra_canyon2

Þegar við gengum niður þröngt gilið inn í borgina en sú leið er um 45 mínútna gangur þá skynjuðum við orkutíðnina hækka. Við vorum beðin um að ganga hægt og í hljóði. Þetta var gangan inn í móðurkvið gyðjunnar. Reglulega stoppuðum við og tókum á móti virkjun hinnar innri kvenorku frá verndurum þessa helga staðar.Ég velti fyrir mér hvert hlutverk mitt væri þarna, hver, hvað, hvers vegna?

Eins og ég hef sagt frá áður í þessari Ísraels frásögn þá fékk ég sálnalestur um að ég eða hvernig ég eða sjálfvitund mín hefði komið þarna í upphafi og tekið þátt í að byggja upp samfélagið þarna. Lykilatriðið í velgengni Nebatians eða forn araba var hæfileika þeirra til að stjórna og geyma vatn. Enn er hægt að sjá leifar vatnsveitu kerfis borgarinnar. (hægt er að lesa greinargóða lýsingu Ragnheiðar Jónsdóttur á borginni á mbl http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=507110)

Við fórum eftir aðalgötu borgarinnar að grafreit Urn sem síðar hafði verið breytt í kirkju. Þar var mikið bergmál og erfitt að fylgjast með orðum Baba. Eitt er þó víst að hugleiðslan var ákaflega kraftmikil og áhrifarík. Ég gat skynjað afar stórar ljósverur fyrir framan okkur eða meira en 6 metra háar. Margar stóðu umhverfis Baba sem átti erfitt með að standa upp og halda jafnvægi fyrst eftir hugleiðsluna svo mikil var orkan sem flæddi í gegn.Þessi orka sem átti uppruna sinn á Síríus var honum ný og tók frá honum mikla orku.

Ég fékk loks svör við spurningum mínum um þennan stað og áttaði mig enn og aftur á því að öll svör er að finna innra með okkur.Ég var þarna til að fyrirgefa sjálfri mér fyrir að fordæma þá sem komu á eftir mér með annan lífstíl, önnur trúarbrögð á þessarri jörðu. Allt hefur gildi og er fullkomið í Sköpuninni.

Við fengum ágætist mat á hóteli í nágrenni Petru en í þeirri borg er einmitt að finna vatnsuppsprettuna sem sagan segir að Móse hafi fundið er hann hjó niður staf sínum. Við fengum öll skvettu af vatni á okkur frá Baba.Við komum til baka á hótel um 10 leytið, þreytt og sæl eftir yndislegan dag.

Megi kærleikur og ljós lýsa ykkur í dag og alla daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Shamballa MDH

Höfundur

Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Ég er Shamballa MDH meistari og hef kennt shamballa kærleiks og sjálfseflingar námskeið á Íslandi, Evrópu og Afríku frá 1998 ásamt manni mínum, Erlendi Magnússyni. Ég er einnig heildrænn heilsuráðgjafi og höfuðbeina og spjaldhryggsjafnari.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hari das baba white
  • n719607009 1110518 633
  • basicteachers cameroon
  • baba5
  • baba7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband