Vinna með kristalla

Um daginn sagði ég ykkur frá því hvernig hægt væri að forrita kristalla og hreinsa. Lítum nú aðeins betur á kristalla og afhverju þeir eru góð hjálpartæki til heilunar.

 

F15 ARCTURIAN

Fyrst skulum við athuga hvað kristallar raunverulega eru.

Þeir samanstanda af kísil og súrefni og eru miðlar til að efla orku. Bergkristall er stór hluti af jarðskorpunni. Efnasambandið kísill og súrefni , td. Kísildíoxíð finnst í 75% ytra yfirborðs jarðar. Aðrir verðmætir steinar og málmar koma fyrir í mun minna mæli. Bergkristall ber með sér orku hærri ljóstíðni. Þessi tíðni eru auðvitað mjög ummyndandi. Ein ástæða þess að bergkristall er svo áhrifaríkur er vegna þess að efnisgerð hans er byggður á fjórflötungum (tetrahedron). Fjórflötungur samanstendur af fjórum þríhyrningsflötum sem mynda pýramída form. Ógrynni þessarra forma eru pakkaðir þétt saman á mjög nákvæman hátt til að forma efnisgerð kristalsins. Eins og við vitum þá eru pýramídar stórkostlegir orku magnarar.

Kristallar taka orkuna inn í grunninn magna hana í gegnum líkama sinn og senda hana svo gegnum oddinn. Kristallar vinna best með hvítu ljósi og hafa eina hæstu tíðni rými í öllum steinaríkinu. Að auki er bergkristall sá kristall upprunnin hér á jörðu með víðasta tíðnisviðið. Hann getur ekki einungis miðlað hvítu ljósi heldur öllum litum ljósrofsins. Svo þú getur séð að nokkuð af þeirri orku sem er miðluð af kristallinum er í litum.

Til að meta að fullu það gildi sem vinna með kristalla til heilunar gefur er að íhuga hversu mikið af heiminum, þar með talinn mannslíkaminn er að grunni til kristall í uppbyggingu og efni.

Allt er að grunni til kristall í þessum heimi og þar sem kristallar vinna á nákvæmri, forritaðri tíðni þá geta þeir unnið með, orðið fyrir áhrifum frá og sent margskonar mismunandi orku.

Mannslíkaminn er einnig kristall í eðli sínu. Stærstur hluti líkamans er vatn, sem er vökva kristall. Blóðið er einnig kristall. Málmsöltin eru einnig kristallar. Heilaköngull og heiladingull eru að mestu kristallar og sömu sögu er að segja um aðra innkirtla .

Þannig að ef við vinnum með kristalla á líkama okkar getum við forritað hina kristölluðu nátturu líkama okkar. Við munum ræða það nánar síðar í kaflanum.

Kristallar vinna með hvers konar orku, ekki aðeins orku sem er af ljósinu og hreinum kærleika svo það er nauðsynlegt hverjum þeim sem vinnur með kristalla og á kristalla að kunna að hreinsa þá, afforrita og forrita.

Fyrst skaltu gera þér grein fyrir að það hefur verið unnið með suma kristalla áður er þeir voru í jörðinni. Á tímum Atlantis, Lemúríu og annarra mikilla menningarsamfélaga hér í þessum efnisheimi, var unnið með kristalla ekki aðeins fyrir ljósið heldur einnig fyrir annað sem hafði skilið sig frá ljósinu. Allir vilja halda að Atlantis tíminn hafi verið stórkostlegur í sögu mannkyns og allir sem þá voru uppi hafi verið prestar, prestynjur og fylgismenn ljóssins, en það er ekki svo. Það var mikið um ómstríða orku og margir slæmir hlutir til staðar á tímum Atlantis. Þetta olli eyðingu þessa mikla menningarsamfélags.

Svo kristallar hafa verið notaðir oft sinnis áður jafnvel í jörðu. Stöku sinnum er þeir koma í hendur þér halda þeir enn í sér forriti sem leyfir þeim að vinna með orku sem ekki er af ljósinu. Af forritun stöðvar þessa vinnu.Það er munur á því að af forrita og hreinsa kristalla. Forritun festir skipun, hugsanaform eða hugmynd inn í innra efni kristalsins eins og við festum upplýsingar á harða diski tölvunnar. Hreinsun kristalla, hreinsar aðeins uppsafnaða, óæskilega orku rétt eins og að þurrka rykið af tölvunni gerir.

Þýtt úr handbók um shamballa frá John Armitage útgáfu frá 1998 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Shamballa MDH

Höfundur

Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Ég er Shamballa MDH meistari og hef kennt shamballa kærleiks og sjálfseflingar námskeið á Íslandi, Evrópu og Afríku frá 1998 ásamt manni mínum, Erlendi Magnússyni. Ég er einnig heildrænn heilsuráðgjafi og höfuðbeina og spjaldhryggsjafnari.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hari das baba white
  • n719607009 1110518 633
  • basicteachers cameroon
  • baba5
  • baba7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 12438

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband