Notkun kristalla

Góðan daginn kæru vinir. Enn ætla ég að halda áfram að fræða ykkur um kristalla. Sjálf nota ég gjarnan kristalla á stofunni hjá mér en þó er það ekki einhlýtt. Mér finnst líka gott að nota þá þegar ég er að kenna shamballa og eiga þeir sér heiðurstað í stofunni minni og vinnuherbergi.

En hér kemur smá fróðleikur um hvernig þú getur notað þá eftir að búið er að forrita þá og hreinsa.

Ein ástæða þess hversu gott er að nota kristalla fyrir þessa tegund vinnu er hæfileika þeirra til að halda mjög nákvæmri og stöðugri tíðni. (þetta er auðvitað ástæða þess að þeir eru notaðir í farsíma, útvarpssenda og móttakara, kvarts úr osfrv.) Kristallar hafa spíral efnismassa sem snýst annað hvort til hægri eða vinstri. Við tölum því um kristalla sem hægri eða vinstri handar eða kvenn eða karl kristalla þó ég vilji síður nota kynferðis hugtök hér. Lítið eftir því í hvaða átt hið smæsta yfirborð er formað. Ef “oddaflöturinn” snýr beint upp, bendir það til að hægt sé að nota kristallinn í hvorri hendi sem er og sé hlutlaus orku miðill. Ef oddaflöturinn hallar sér til hægri eða vinstri þá fylgir að það sé annað hvort hægri eða vinstri handar kristall. Sumir þeirra hafa mismunandi horn á þessum hallandi oddaflötum. Því skarpari sem hornið er því meira hallar það til hægri eða vinstri. Stundum muntu finna kristall sem hefur bæði oddaflöt sem hallar til hægri og annað til vinstri. Í þessu tilfelli hefur kristallinn tvöfaldan spíral og er hægt að nota í hvorri hendi sem er. Vinstri handar kristall notaður í vinstri hönd mun taka burtu orku og sýkingu meðan hægri handar kristall eykur orkuna. Þar sem spírallinn bendir beint upp er kristallinn í mjög miklu jafnvægi og er hægt að nota á hvorn háttinn sem er.

Við getum notað kristallana sem kraftaukandi tæki í höndum okkar. Festu þá með teygju við úlnliðina með oddinn niður. Notaðu einn á hvorn úlnlið af um það bil sömu stærð og þeir munu magna alheims heilunar orkuna, kærleiksorkuna sem flæðir í gegnum þig meðan þú heilar. Þú gætir einnig látið þiggjandann fá kristall í hvora hönd þar sem oddurinn beinist upp eftir handleggnum. Þetta er mjög kraftaukandi leið til að nota kristalla og mjög blíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Shamballa MDH

Höfundur

Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Ég er Shamballa MDH meistari og hef kennt shamballa kærleiks og sjálfseflingar námskeið á Íslandi, Evrópu og Afríku frá 1998 ásamt manni mínum, Erlendi Magnússyni. Ég er einnig heildrænn heilsuráðgjafi og höfuðbeina og spjaldhryggsjafnari.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hari das baba white
  • n719607009 1110518 633
  • basicteachers cameroon
  • baba5
  • baba7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband