27.5.2011 | 10:29
Erkienglarnir-Metatron
Erkienglarnir þýtt úr bókinni Mahatma I og II bls 281
Metatron
Metatron er beinn fulltrúi Skaparans sem kynnir einstaklinga fyrir guðdómi þeirra og leyfir guðdómnum að birtast í gegnum hann. Hann færir guðdóminn gegnum mörg stig Sköpunarinnar og leyfir honum að opinberast. Hann sendir orkuna frá punkti sköpunarinnar til opinberunar. Hverju þarf að dreifa á þessu stigi, Kether (sjá kaballatréið)?
Auðvitað Ljósi, hinu fagra, hreina, beina Ljósi frá Uppsprettunni. Hann byrjar dreifingu Ljóssins til hinna mörgu undirdeilda Kether og síðan niður eftir trénu til Sandalphons.
Þú getur kallað á Metatron til að hjálpa þér að stilla þig inn á Uppsprettuna ef þú átt í einhverjum vandkvæðum með að stilla beint inn á Uppsprettuna. Þú munt samt ná hinu hreina eðli Uppsprettunnar en þú verður ekki eins þrumulostin yfir hinni yfirþyrmandi vitneskju um allt.
Það er á hans ábyrgð og forréttindi að vera fulltrúi Uppsprettunnar.Stundum gerir hann það á fundum Jarðarráðsins (Planetary Hieararchy).
Hann er sérstakur vinur minn. Metatron stendur meðal okkar og glóir. Sem svar við spurningu um hvort hann hafi átt þátt í að byggja Hina stórkostlega Pýramída segir hann; Já ég gerði það, hann var byggður sem mikilvægt vígslu musteri og þegar hann var tilbúinn setti ég inn hreinleikann sem fylgir hærri svæðum.
Metatron kennir námsefni á innri sviðunum og hefur kennt mikið á sviði notkunar á ljósinu í efnislegri opinberun til að hækka vitundina um það. Þetta er eitt af hans sérsviðum og þess vegna vinnur hann svo náið með Sandalphon. Að færa fólki skilning á hinu stórkostlega Ljósi Uppsprettunnar er svo sannarlega á hans ábyrgð hvort sem það er skynjað í uppsprettunni eða sem minnkað ljós.
Um bloggið
Shamballa MDH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.