30.10.2011 | 13:22
Endir Mayan dagatalsins 11.11.11
Nú styttist í það að hið umtalaða Mayan dagatal taki enda og nýtt upphaf sjái dagsins ljós.
Talan 11 er meistaratala og ber með sér sterkari orku en flestar aðrar og markar tímamót.
Margir hópar hafa skipulagt atburði í tengslum við þessi tímamót m.a. verða haldnir kærleiksdagar í Reykjanesbæ þá helgi.
Einn merkiviðburður þessa helgi er samkoma 13 fornra kristal hauskúpa. Þessar kristal hauskúpur hafa fundist við uppgröft víðsvegar um heiminn á síðustu öld. Sumar þeirra eru taldar vera allt að 5000-12000 ára gamlar og halda í sér visku og heilunar eiginleikum.
Sagt er að þegar allar þessar 13 hauskúpur komi saman á erfiðistímum í sögu mannkyns færi þær visku og upplýsingar til að aðstoða mannkyn að lifa af. Á samkomunni sem stendur í 3 daga munu einnig koma 13 Maya öldungar ásamt fjölmörgum fyrirlesurum. Þú getur tengt huglægt við þennan atburð eins og alla aðra.
http://www.crystalskullsevent.com/index.html
Margir hafa eignast kristal hauskúpur á síðustu árum en þær eru frábær farvegur fyrir tengingu við kristal vitundir.
Baba hefur í gegnum árin nýtt sér slíkar í vinnu sinni og lífi og var einmitt að láta skera út tvær nýjar hauskúpur úr kristal sem hann mun fá afhentar 7.nóvember.
Á morgun munum við fara í hugleiðslu með kristal vitundum og undirbúa okkur fyrir komandi tíma.
THE LEGEND OF THE 13 SACRED CRYSTAL SKULLS prophesizes that at a time of great crisis for all humanity and planet earth, the sacred crystal skulls will come together to reveal information vital to the very survival of the human race.
Meginflokkur: Kristallar | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Um bloggið
Shamballa MDH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu ekki alveg í lagi mín kæra?
Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2011 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.