23.4.2012 | 19:31
Hugleiðsla á eftir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2012 | 16:01
Shamballa kærleiks námskeið Shamballa Multidimensional Healing ©
Shamballa kærleiks námskeið
Shamballa Multidimensional Healing ©
Viltu auka persónulegt frelsi þitt og lifa meira frá hjartanu? Þá gæti Shamballa MDH verið eitthvað fyrir þig.
Næsta 32 stunda Shamballa 13D námskeið hefst 19.apríl 2012
Skráðu þig núna Grunn námskeið í Shamballa í Mosfellsbæ 12.-13. maí 2012
Sjáðu hvað Baba hefur að segja um Shamballa.
Baba á Pagan radío 27.01.2011 Hér er smá samantekt og útdráttur úr viðtali við Hari Baba-John Armitage sem tekið var 27.janúar 2011.
Segðu mér fyrst Baba, hvað er Shamballa MDH?
Upphaflega tók ég þessa orku niður árið 1994. Við sáum það fyrir okkur sem heilunar form, eða handa yfirlagningu svipað og Reiki og samskonar módel. Í gegnum árin þá hef ég gert mér betur og betur grein fyrir því hver kjarni Shamballa er.
Heilun er hluti af því en það snýst raunverulega um persónulegt frelsi og persónu þroska. Einnig snýst það um að samþætta og meðtaka þá orku sem ég kalla Divine Love (guðdómlegan kærleika) fullkomlega og skilyrðislaust.
Þegar við samþættum þennan kærleika fyrir okkur sjálf þá gerir hann okkur kleyft að elska allt í sköpuninni.
Við erum meira í hjarta okkar og lifum frá hjartanum í stað egosins eða tilfinninganna. Það eykur möguleika okkar á að vera einbeittari í að vera heilunar miðlar eða stuðnings aðili fyrir okkur sjálf og aðra. Því það er augljóst að ef við miðlum ekki heilandi orku til okkar þá getum við ekki gert það fyrir aðra.
Þannig sé ég Shamballa MDH.
Það er eitthvað sem veitir þér persónulegt frelsi.
Margir miskilja það á þann veg að þeim sé þá frjálst að gera hvað sem er og haga sér hvernig sem þeim dettur í hug. Frelsi er í raun ekkert meira en frelsi frá ótta. Ef þú lifir ekki í ótta þá geturðu lifað frá hjartanu. Það er svo einfalt.
Hvernig hófst ferð þín með shamballa?
Þetta er mjög sérstakt fyrir mig. Allt frá því ég var barn gat ég heilað dýr og fólk og séð verur í kringum mig sem aðrir sáu ekki. Ég átti samskipti við þessar verur og hélt að allir aðrir gerðu það líka. Þetta var mér svo náttúrulegt en svo lærðist mér það nú að svo var ekki. Fjölskylda mín sá ekki þessar verur.
Árin liðu og ég vann mikið með kristalla og kannaði kristal orku og fann leiðir til að nota kristalla til heilunar, kristalla remedíur og nýja tegund blómadropa.
Ég vann líka með móður jörð og ferðaðist mikið. Dag einn árið 1989 þá var það að einn hinn svokölluðu uppljómuðu meistara eins margir kalla þá en ég kalla margvídda meistara sem þekktastur er undir nafninu Germain kom að máli við mig og sagði.
Hari Das við erum með nýtt verkefni fyrir þig og það er þannig; Þetta er form fyrir frelsi og heilun.
Margir kunna að undrast að ég sagði; Nei takk, ég hef ekki áhuga. Þessi samskipti gengu á í nokkur ár en ég var ákveðin í að taka þetta ekki að mér.
Það breyttist þó dag einn er ég sat ásamt kunningja konu minni sem miðlaði oft Fransis af Assisi eða Kutumi inni í eldhúsi á bóndabæ í suðvestur Englandi og vorum að drekka te. Ég og Francis eða Kutumi höfum átt ýmiss samskipti við mismunandi tilvik í tíma og rúmi. Ég var að reykja eins og ég geri reyndar enn þó margir hafi sagt mér að það væri ekki gott fyrir mig.
Francis var að tala við mig og segir, o já Kutumi vill eiga við þig orð. Svo kemur Kutumi í gegn og segir mér að Germain vilji tala við mig. Samstundis bregst ég við og segi; Minnstu ekki einu orði á það væni. Ég vil ekkert vita um þetta.
Þá sagði Kutumi nokkuð sem breytti öllu.
Ég vil skýra þetta fyrir þér á nýjan hátt. Það sem þú hefur verið beðinn um að gera er í raun að tengja fólk við sjálfsvitund þeirra, I am presence, tengja það við hið sanna sjálf sitt. Opna hjörtu þeirra í kærleika og blessa til frjálsræðis og svo getur það farið sína leið.
Það er svalt og ég er tilbúinn til þess.
Þannig byrjaði þetta allt saman.
Nú og vegna þess að ég var nú ekkert að flýta mér að setja upp námskeið þá var það vinur minn sem sá um námskeið fyrir mig sem setti það af stað á eynni Jersey úti fyrir ströndum Frakklands árið 1994 og voru 12 manns sem tóku þátt.
Í dag eru á milli 8 og 10 milljónir um allan heim sem hafa verið tengdir inn í shamballa orkuna. Það er alveg ótrúlegt. Stundum finnst mér þetta yfirþyrmandi og mig langar mest til að hætta öllum afskiptum af þessu en þegar fólk svo kemur til mín og lýsir því hversu miklu þetta hafi breytt fyrir það persónulega þá snýst mér hugur.
Þetta hefur verið ákaflega áhugaverð reynsla. Þú minntist á það í upphafi að shamballa sé svipað og reiki og önnur heilunarform.
Hvað skilur þetta að?
Ég neita nú oftast að tjá mig um þetta og segi fólki bara að það verði bara að prufa til að finna muninn sjálft. En það sem það raunveruleg er er hinn guðdómlegi kærleikur sem er óskilyrtur, án þess að fella dóm bæði gagnvart öðrum og sjálfum þér og þetta frelsi.
Þetta frelsi frá ótta.
Svo eru engar leikreglur um hvernig á að nota shamballa í heilunartíma, það er enginn bók um hvað eigi að gera fyrst og síðan.
Í mörgum heilunarformum er aftur á móti ákveðin leið sem farin er í þessu sambandi. Í Shamballa MDH þá erum við að miðla orku frá hinu guðdómlega sjálfi eða móður/föður guði eða hvernig sem fólk vill orða það. Mismunandi fólk notar mismunandi heiti eða orð en allt er þetta samt það sama. Við erum að aðstoða fólk til að heila sig með orku. Ég held að það setji það á aðra hillu heldur en önnur heilunarform þar sem kannski er sagt nú skalt þú sitja og ég ætla að heila þig en í shamballa sé ég fólk heila sig sjálft. Það sem við gerum er að við opnum fyrir orkuna og gefum persónunni tækifæri til að heila sig. Þannig sé ég þennan mun.
Ég hef verið tengdur heilun allt mitt líf eins og fram hefur komið og það voru þeir tímar er ég sagði, þú ert veikur og þarft á heilun að halda og þú ert þetta eða hitt. Það var áfellisdómur eða mat mitt. Það er ekki að leyfa einstaklingnum að elska sjálfan sig.
Það sem við gerum í shamballa er að við flytjum orku í gegn sem er guðdómlegur kærleikur og einstaklingurinn notar hann til að heila sjálfan sig. Svo það er ekkert til sem heitir heilari heldur erum við stuðnings aðilar.
Þegar fólk hefur fengið virkjun eða vígslu þá virðist það vera miklu opnara og frjálsara til að sjá hluti og tjá sig heldur en áður. Já það er rétt. Það opnar líka huga fólks og brýtur niður skilyrðingu. Margir vita það að flest fólk lifir bara í draumi, líf þeirra er fullkomin tálsýn.
Þetta kann að virðast áfellisdómur en það er það ekki heldur ástandið eins og það er. Klárlega eftir shamballa virkjun þá byrja hömlurnar að falla og fólk fer að sjá raunveruleikann í kringum sig. Á plánetu jörð erum við dáleidd af því sem ég kalla eyðileggingar vopn. Þessi vopn eru allt í kringum okkur og tæla okkur til að trúa einhverju um sjálf okkur sem við erum ekki. Virkjunin veldur því að þessar hulur byrja að brotna niður og víðari veruleiki opnast.
Fólk sem ég hef fylgst með verður opnara til að skilja og átta sig á hvað raunveruleiki er í raun. Það er ekki það sem þú sérð í gegnum augun, það er ekki það sem fjölmiðlar segja þér og öll þessi barátta heldur verðurðu frjálsari í huga þér og hjarta.
Svo frá því á byrjunardögum Shamballa þá höfum við fært okkur frá því að vera heilunar form í að vera form til að frelsa sjálfið. Eins og ég sagði því meiri kærleikur í hjarta, því meira frelsi og því opnari ertu til að taka niður og jarðtengja orkuna frá móður föður guði frá miðsólu og dreifa til annarra. Ég verð stöðugt jafn opinmynntur og stóreygður er ég lít í kringum mig á námskeiðum þar sem fólkið er að upplifa svo stórkostlega hluti og fær nýjan skilning leið og það fer dýpra inn í kærleikan án skilyrða.
Þetta er kjarni Shamballa MDH. Það er meiri heimspeki en heilun.
Vertu opin, elskaðu alla og fyrirgefðu öðrum jafnt sem sjálfum þér.
Kærleikur, kærleikur, kærleikur.
Hafið samband áður í síma 6990858
Nýtt grunn námskeið hefst 12.maí .
Skráning er hafin Shamballa 13D námskeið næsta námskeið hefst 19.apríl 2012 4 dagar eða 32 stundir.
Námskeiðsgjald 50000 krónur.
SHAMBALLA 13 DIMENSIONAL MASTER HEALER Kennslutími 32 stundir
Skilyrði:Best er ef viðkomandi hefur áður lokið shamballa grunn námskeiði eða hefur eihvern grunn í andlegum fræðum.
13 vígslur
DNA virkjun og hreinsun DNA forritun DNA og höft þess í tengslum við vitundina.
Jarðtengin
Heilunar æfing
Feedback
Notaðu það eða tapaðu því
The Shamballa Foundation - Markmið
The Shamballa Association
The Shamballa School of Esoteric Sciences
Stuðningur
Skilaboð frá Hari Baba apríl 2010
Ef þú ert meðlimur fjólubláa ættbálksins eða shamballa fjölskyldunnar ef þú vilt frekar kalla það því nafni þá ertu búin að fara á shamballa námskeið hjá einhverjum.
Ef sá hinn sami hefur komið til skila hinum sanna kjarna shamballa þá veistu að hin sanna orka sköpunarinnar er kærleikur, hinn guðlegi kærleikur og hann inniber frelsi, ekki tálsýn frelsis heldur hið sanna frelsi, frelsi frá ótta, frelsi frá áfellisdómum. Skildu að við erum að skapa okkar eigin raunveruleika og einnig fyrir hópvitundina.
Þú ættir að skilja nú að það eru engin fórnarlömb aðeins líf. Við kjósum það og sköpum það bæði á hnattrænu sviði og persónulegu. Þegar ég segi komdu þér að verki þá þýðir það einfaldlega. Hættu að fella dóma og vertu kærleikur, vertu frelsi og gleymdu ótta, elskaðu og ekki falla í gildru trúarbragða þar með talið andlegrar nýaldar vitleysu.
Stattu í eigin mætti og skildu að þú ert allt núna ef þú velur það.
Málið er að fólk stendur með fæturnar á báðum vígstöðvum. Á einu sviði vill það breytingu á lífi sínu, ég vil frelsi segir það en á hinn bóginn er það hrætt við frelsið af því það þýðir að það ber ábyrgð á eigin sköpun. Hvað gerum við í því? Komdu þér að verki, þú veist hvað skal gera, það er einfalt. Gerðu þér bara grein fyrir því hver þú ert og lifðu það.
Bara enn ein áminning. Heiminum er stýrt af stjórnendum og þú leyfir þeim að stjórna þér, forrita þig, hættu að leyfa þeim það. Eg er oft spurður hvað það þurfi marga fyrir uppljómunina. Við höfum nóg núna ef fólk myndi bara leyfa, sleppa og leyfa guði, einfalt, hafðu ekki áhyggjur,vertu hamingjusöm og mundu þitt náttúrulega ástand.
Lifðu það bara og komdu þér að verki, vertu sönn sjálfri (sjálfum)þér. Hversu mörg ykkar eruð að lifa draum ykkar, ekki bara trúa á hann?
Ekki trúa á neitt, lifðu það.
Breyting er lífið. Umbreyting gerist, skapaðu breytinguna og þá höfum við himnaríki á jörðu. Það er hér núna.
Kærleikskveðja John
Þegar John er spurður út það hvort hann trúi á Guð er svar hans ávallt.
Nei, en Guð horfir í gegnum augu mín.
Ert þú tilbúinn að slást í hópinn og standa í eigin mætti?
Skráðu þig núna.
Tveggja daga grunn námskeið 12. og 13. maí 2012
Námskeiðið kostar 25000 krónur og er innifalin áruhreinsun, handbók og diploma frá Shamballa school of esoteric science. www.shamballafoundation.org
Námskeiðið hentar þeim sem hafa lítinn bakgrunn eða eru að kynnast andlegri vinnu í fyrsta sinn. Farið er í uppbyggingu orku líkamans.
Jarðtengingu og tengingu við sálina.
Unnið að hreinsun orkulíkamans
Notaðar eru ýmsar æfingar til að læra að skynja orkulíkamann og átta sig á hver hæfileiki hvers og eins er.
Opnun og jarðtenging shamballa orkunnar.
Æfing í að skynja og hreyfa orku í líkama þínum.
Sjúkdómar og tilfinninga líkaminn
Hreinsun á gömlu karma og tilfinningamynstri
Vígsla inn í demants ljós Shamballa
Lærðu að leiða gegnum þig heilandi orku
Áruhreinsun fyrir námskeið
Handbók
Heilunar viðurkenningarskjal frá Shamballa School of Esoteric Science
Enginn fyrri kunnátta eða reynsla nauðsynleg
Þetta er 2 daga námskeið samtals 16 stundir Shamballa MDH© er leið fyrir einstaklinga til að upplifa kærleika og frelsi andans í efnislíkamanum.
Við erum öll andlegar verur sem erum að læra að vera mannleg og lifa saman í sátt og friði. Það hefur reynst mörgum erfitt að vera í fjötrum hugsana og tilfinninga mannslíkamans og sjálfsins.
Hinn andlegi meistari Germain hefur frá árinu 1996 unnið með meistaranum Hari Baba Melchizedek við að kenna Shamballa MDH© sem leið til frelsis og kærleika.
Á þeim tíma sem liðinn er hafa yfir 8 milljónir manna víða um heim opnað hjarta sitt fyrir tengingu við sjálfsvitund sína og hleypt nýju ljósi og kærleika inn í líf sitt. Það er margt sem heldur aftur af okkur og dregur úr ljósi okkar hér á jörðinni.
Aðstæður sem við sköpum okkur sjálf með hugsunum okkar, orðum og gjörðum. En það erum ekki bara við hér á þessum tíma sem sköpum hindranir sem halda úti ljósi og kærleika skaparans. Í árhundruð og jafnvel þúsundir ára hefur sest í vitund okkar að við séum fórnarlömb og eigum ekki betra skilið, að við séum ekki verðug þess að vera í samskiptum við okkar hærri vitund. Nú er tími frelsisins runninn upp. Þú getur nú meðvitað breytt hinum aldagömlu kóðum svo að líf þitt taki stakkaskiptum.
Samskipti þín við aðra breytast og viðmið þín verða önnur en áður. Frelsi snýst ekki um að þú getir gert hvað sem þú vilt. Kjarni frelsis er að vera laus við ótta. Að njóta hins guðlega kærleika í lífi þínu, elska sjálfan þig og virða. Ert þú tilbúinn til að skilja að það er ekkert utan sjálfs þíns sem ekki er innra með sjálfum þér?
Shamballa er staður í tíma og rúmi þar sem fullkomleikinn ríkir á öllum raunveruleika víddum. Þú hefur tækifæri til að finna þennan stað innra með þér.
Næsta Shamballa 13D námskeið hefst 19. apríl 2012 4 daga námskeið sem kostar 50 þúsund krónur.
Um Hari Baba Melchizedek. Hari Baba Melchizedek fæddist í Englandi 1945. Faðir hans var prestur í Biskupakirkjunni. Hann var ungur að aldri er hann byrjaði að miðla guðlegri kærleiksorku til fjölskyldu og vina. Þegar hann var á 17. ári fór hann til Ísrael og dvaldist þar í 18 mánuði og kynnti sér hebresku og gyðingatrú.
Eftir heimkomu til Englands ákvað hann að leita að meistara sínum á Indlandi en hann hafði séð hann í hugleiðslu. Hann lagði því land undir fót og gekk til Indlands. Ferðin tók 14 mánuði en hann lagði allt traust sitt á almættið.
Hann dvaldi 6 ár á Indlandi og lærði til bramha (Hindú prestur) prests. Meistari hans þar var Babaji en áður hafði hann kynnst siddha prestum og lært af þeim.
Eftir að hann sneri heim frá Indlandi skipulagði hann ásamt félögum sínum hátíðir á Englandi með rokkböndum og var sjálfur í kosmísku bandi þar sem hindu möntrur voru notaðar í bland við rokktónlist.
Á síðustu árum hefur hann kynnt sér Islam trú og kennt í Indonesiu og víðar þar sem Islam trú er útbreidd. Hari Baba er incarnation Melchizedek vitundarinnar og er hlutverk hans að vekja fólk til umhugsunar um hina guðlegu vitund sína. Hann býr nú í Frakklandi ásamt eiginkonu sinni og heldur námskeið um Gem remedies (hómopata virkni), stargate, shamballa 13 D kennara námskeið og kristalla námskeið.
Kennarar á námskeiðinu eru Lilja Petra Ásgeirsdóttir og Erlendur Magnús Magnússon Shamballa mdh kennarar en þau hafa kennt Shamballa MDH frá árinu 1998.
Þau hafa sótt fjölmörg námskeið með Hari Baba. Það fyrsta 1998 í Mt Shasta en nú síðast í Búlgaríu sumarið 2009.
Skráning er hafin í síma 6990858 eða á tölvupósti Shamballa (hja) internet.is
Shamballa námskeið | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2012 | 08:31
Kæru kærleiksvinir
29.3.2012 | 10:53
Hari Das Baba til Íslands í október
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2012 | 13:17
Óskastundin
11.3.2012 | 11:42
Sunnudags hugleiðing- mánudags hugleiðsla
5.3.2012 | 12:11
Kristalla námskeið næsta laugardag.
Shamballa námskeið | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2012 | 11:21
Shamballa hugleiðsla í kvöld
Hugleiðslur | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2012 | 14:12
Fylgdu hjartanu, auktu innri styrk.
9.1.2012 | 00:15
Hugleiðsla 9.janúar fellur niður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Shamballa MDH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar