3.7.2011 | 11:47
Baba spilar á Didgeridoo
3.7.2011 | 11:35
Drottinn kærleikans.
Drottinn kærleikans.
Þú heyrir Honum til þeim Eina mikla eins og kærleikur heyrir kærleika til-sem er sjálfur Hann. Hann verður þú að líta í öllum, allir eru Hann- Hann er allir. Hann er frelsari þinn og bróðir sem á hverju augnabliki gefur líf sitt til þess að þú færist nær þínu eigin Sjálfi. Kærleikurinn er andardráttur lífs Hans, með honum hjálpar Hann mannlegum hjörtum að leiða í ljós guðlegan mátt þeirra. Allur kærleiki er Hann- er opinberun af Honum. Kærleikur er eini vegurinn er nær til Hans-þess Eina sem er íklæddur kærleika. Allir geta náð til Hans ef viljinn er nógu sterkur. Trúðu á mátt Hans hina miklu hjálp Hans og lát ljós Hans skína sálu þinni og ljóma heiminum í breytni þinni og orðum. Hugsaðu ávallt um það hvað Hann mundi óska að þú gerðir. Ekkert sem ei er Honum samboðið má nokkru sinni koma frá þér né fara um þig. Elskaðu Hann af öllu lífi þínu- og lyft vitund þinni að kærleika Hans til þín. Send frá þér kærleika Hans með sama krafti og þú hefur fengið hann. Þá er þú elskar aðra elskar þú Hann. Ver viss um að fylgja kærleikshugsjón hans. Hann elskar hverja frumeind, hverja lifandi skepnu, hverja mannlega veru-skiftir engu hver hún er eða hvað hún gerir. Elskaðu alla að hætti Hans. Sérhver andardráttur þinn verður að flytja heiminum kærleika Hans. (Vaknið, þið börn ljóssins. Reykjavík 1928.)
Já, þessi boðskapur á við um Shamballa. Skaparinn/Almættið/móðir-faðir Guð/uppspretta lífsins/Allah/JHWH eða hvaða nafn sem þú kýst að nota fyrir þann kraft sem hefur blásið lífi í þennan alheim hefur gefið okkur með aðstoð hins uppljómaða jarðar Meistara Germain lykla að kærleikanum til að hjálpa okkur að ná meiri þroska, og heila líkama og sál okkar og annarra.
Sú list að leggja á hendur er jafngömul og hæðirnar. Menn hafa gert það frá upphafi tíma. Það er náttúruleg eðlishvöt að leggja hendur þínar á þann sem hefur meitt sig eða líður illa. Mæður eru gott dæmi um þetta. Þegar barn meiðir sig leggur móðirin oft hendur sínar á hinn veika stað. Mannleg snerting flytur heilun, alúð og kærleika. Þessi orka er þekkt undir mörgum nöfnum. Ki í Kína. Prana í Indlandi, Rúak hjá gyðingum og Shamballa hjá Japönum.
Þessi orka er náttúruleg orka. Shamballa heilarinn hefur aðgang að þessarri orku á kraftmikinn hátt vegna þeirrar samstillingar sem hann hefur hlotið sem hreinsar burtu hindranir úr orkurásum líkamans. Samstillingarnar auka líka lífsorku heilarans og tengir persónuna við uppsprettu Shamballa orkunnar. Heilarinn getur kallað þessa uppsprettu hvað sem er, gyðju orkuna, Guð, uppsprettuna osfrv. Shamballa er ekki tengt neinum trúarbrögðum og því er ykkur heimilt að kalla það hvað sem þið viljið. Persónulega kalla ég það Móður/Föður Guð.
Hugleiðslur | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2011 | 11:51
Heimsfriður og heilun jarðar og mannkyns á ólgutímum.
26.6.2011 | 22:27
Mánudags hugleiðslan á sínum stað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2011 | 08:03
Frábærar fréttir-Baba kemur 2012
19.6.2011 | 11:40
Sól úti sól inni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2011 | 09:19
Gleymum ekki samferðafólki okkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2011 | 13:05
Khamael-erkiengill
Mahatma | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2011 | 13:20
Um Baba föður Shamballa MDH
1.6.2011 | 08:56
Kærleiks niðurhal- vertu með
Um bloggið
Shamballa MDH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar