Shamballa 13D námskeið í ágúst 2011

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á næsta 13D námskeið hjá okkur.

Námskeiðið mun fara fram helgina 20-21.ágúst og 17.-18.september. Alls eru það 32 stundir sem kennt verður.

Námskeiðið hentar mjög vel þeim sem eru komnir nokkuð vel á veg í andlegum málum og eru tilbúnir í næsta stóra stökk í þeim efnum.

Farið er í fjölmargar kröftugar og hreinsandi hugleiðslur. Þrettán vígslur inn í shamballa orkuna. Fróðleikur um engla, hærri víddir, sjálfseflingu, staðfestingar og fleira.

Aðal áherslan er lögð á að efla mátt hvers og eins til að vera ábyrgur í sköpun eigin raunveruleika gegnum kærleika og ljós.

Ert þú tilbúin að stökkva núna og taka flugið?

kærleikskveðja Lilja og Elli


shamballa hugleiðsla á morgun mánudag

Sæl öll.

Nú er verslunarmannahelgi og margir á faraldsfæti. Við mæðgurnar drifum okkur í Vatnaskóg á Sæludaga og upplifðum þar mikla samkennd, gleði og kærleika.

Þá gleði ætlum við að taka með inn í hugleiðslu mánudagsins sem verður á sínum stað að vanda klukkan 8 annað kvöld.

Sjáumst hress.
Lilja


Hugleiðing á sumarkvöldi

Síðastliðinn mánudag hittust enn á ný hressir kærleiksvinir. Við fórum saman í dásamlega hugleiðslu og er ljóst að orkan hækkar í hvert sinn er hópurinn kemur saman. Það er í raun sama hvaða tegund af hugleiðslu við notum frumurnar hoppa af kæti og...

Hugleiðsla á morgun mánudag

Kæru vinir. Enn og aftur er komið að hugleiðslu stund. Við hittumst klukkan 8 annað kvöld hér heima og förum saman í hugleiðslu. Þema kvöldsins er tvískipt 1. Sómalía. við sendum ljós til Sómalíu og allra þeirra sem þjást vegna þurrka og matarskorts í...

Göngu hugleiðsla

Hugleiðslur geta verið af ýmsum toga. Sumar eru leiddar, aðrar eru framkvæmdar í þögn, enn aðrar eru fólgnar í hlustun á tónlist og svo má ekki gleyma þeim sem fara fram út í guðsgrænni náttúrunni. Ég var að koma úr einni slíkri nú í vikunni. Um var að...

Hugleiðslu kvöldin halda áfram

Í gærkvöldi kom saman hópur hjá okkur til að njóta heilandi orku. Við breyttum út af vananum og hlýddum á upptöku af námskeiði Brian Grattans frá árinu 1994. Fyrir mig var þetta alveg frábært því ég fékk að njóta vel sjálf þar sem ég gat gleymt mér í...

Shamballa MDH sögur frá Indónesíu

Hvernig Shamballa MDH kom til Indónesíu? Eftirfarandi var ritað 2004 um það sem var að gerast í Indónesíu á þeim tíma. Shamballa MDH (fjölviða heilun) var fyrst kennt í Indonesíu af Barbara Kavanagh, Jim Meighs og Dawn Palmer árið 2001 en Barbara lærði...

Evrópuferð árið 2000 með shamballa

Jarðarvinna í Evrópu í júni 2000. Kæru vinir. Hér kemur ferðasaga okkar frá Póllandi og Tékklandi sumarið 2000. Undirbúningur ferðarinnar tók töluverðan tíma og höfðu komið fram ýmsar upplýsingar um hvar við ættum að vinna áður en lagt var í hann. Ekki...

Ascension námskeið-myndir frá Búlgaríu

Sæl öll sömul. Eins og komið hefur fram mun Baba vera væntanlegur til Islands í október á næsta ári til að halda Ascension námskeið. Hann er nú staddur í Búlgaríu þar sem slíkt námskeið fer fram og stóð hann fyrir eldgöngu í gær. Hér fyrir neðan er...

Ferðasaga-Reykjavik-Kumba október 2006

Eftirfarandi ferð var styrkt af ShamballaMDHfoundation. Eftir 5 ára tölvusamskipti við Tcharbuahbokengo erum við loks á leið til Kamerún. Ýmislegt hefur gerst á þessum árum. M.a. fékk T. Neitun um vegabréfsáritun til Íslands 2004 og ég skil það vel í...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Shamballa MDH

Höfundur

Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Ég er Shamballa MDH meistari og hef kennt shamballa kærleiks og sjálfseflingar námskeið á Íslandi, Evrópu og Afríku frá 1998 ásamt manni mínum, Erlendi Magnússyni. Ég er einnig heildrænn heilsuráðgjafi og höfuðbeina og spjaldhryggsjafnari.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hari das baba white
  • n719607009 1110518 633
  • basicteachers cameroon
  • baba5
  • baba7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband