28.3.2012 | 13:17
Óskastundin
Lífsleið okkar gengur í gegnum dali og fjöll. Stundum erum við hálftýnd í trjánum en öðrum stundum getum við auðveldlega litið yfir farinn veg og horft til framtíðar og erum viss um hvert við stefnum.
Á tímum veikinda verður óreiðan stundum svo mikil að við finnum ekki samhljóminn aftur nema með aðstoð. Þá er gott að hitta á óskastund.
Kannski var það einmitt óskastund sem ég hitti á þegar ég réði mig til starfa á Landspítalanum aftur eftir nokkurra ára hlé. Ég fékk með því starf til að hjálpa mér að framfleyta fjölskyldunni en ekki síður fékk ég tækifæri til að vera tengiliður kærleiksorku til handa þeim sem sjúkir voru.
Það er þó ekki svo að ég sé að bjóða upp á heilunarstundir við sjúkrarúm fólks alla daga heldur leyfi ég orkunni að flæða þegar ég er innan spítalaveggjanna og þeir sem eru tilbúnir að taka á móti henni geta þá nýtt hana í samræmi við þeirra æðsta vilja.
Einstaka sinnum gefst þó tækifæri til að bjóða sjúklingum smá kvíðalosun er fólk kemur til mín í hjartaómun.
Oftast heyri ég ekkert frekar í því fólki enda tilgangurinn aðeins að láta fólki líða betur á meðan það er hjá mér og ef til vill nýta sumir sér tæknina sem ég sýni þeim síðar líka og er það vel.
Ein undantekning er þó á þessu.
Fyrir nokkrum mánuðum síðan kom sjúklingur á ómstofuna sem var ákaflega kvíðin. Hann var að fara í vélindaómun þar sem slöngu er rennt niður í vélinda og hjartað skoðað með úthljóði frá bakhlið þess.
Ég bauð viðkomandi að losa aðeins um spennuna með notkun á streitulosunar tækni sem nefnist EFT sem hún þáði. Varla þarf við það að bæta að þegar við höfum opnað fyrir flæði kærleiksorku Uppsprettunnar í gegnum Shamballa MDH þá er hún einnig alltaf til staðar í kringum okkur.
Eitthvað hreinsaðist í burtu af ómstríðri orku eins og oft áður er ég vinn á þennan hátt.
Nokkrum dögum síðar kom símtal með þakklæti frá viðkomandi sjúklingi og skömmu síðar bárust einnig þakklætisorð í gegnum lækni viðkomandi. Sjúklingurinn hafði aldrei áður í veikindum sínum verið jafn rólegur og afslöppaður eins og eftir þessa stund á ómstofunni.
Í febrúar barst mér svo tölvupóstur þar sem viðkomandi óskaði eftir því að hitta mig og gerði ég það í síðustu viku.
Ég átti um klukkustundar spjall við viðkomandi þar sem hún lýsti öllum þeim breytingum sem orðið höfðu á heilsufari hennar síðan hún fór af ómstofunni og þakkaði hún mér allar þær breytingar. Þarna hafði orðið algjör viðsnúningur. Viðkomandi sagði frá því að hún hefði talið sig látna og hafði hitt og rætt við ástvini sem farnir voru en síðan verið send til baka þar sem hennar tími var ekki kominn. Eftir þá upplifun hafði henni fundist sem hún væri ekki hér og líf hennar væri að fjara út.
En það er ekki ég sem lækna neinn heldur þeir sem við orkunni taka sjálfir. Þessi einstaklingur hafði hitt á óskastund og verið bænheyrð. Orkulíkamar hennar höfðu verið færðir til jafnvægis svo hún gæti snúið líkamlegri heilsu til betri vegar. Mér gafst þarna kostur á að tengja aftur við orku hennar svo sú heilun sem þegar var komin af stað gæti haldið áfram að blómstra.
Kærleikurinn er umbreytandi og læknandi og ég er þakklát fyrir að fá að aðstoða aðra á þennan hátt en það besta er að allir eru kærleiksmiðlar og allir geta opnað fyrir enn meira orkuflæði með því að vinna að þvi hvort sem er í gegnum shamballa mdh eða aðrar leiðir.
Meginflokkur: Vitnisburður | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Um bloggið
Shamballa MDH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.