10.5.2011 | 11:37
Wesak hátiðin og hugleiðslan 16.maí 2011
Ég ætla að deils með ykkur Wesak hugleiðslu úr bók Alice Bailey og Josuha David Stone en þessa hugleiðslu mun ég nota í næstu viku á Wesak hátíðinni.
Þið getið því undirbúið ykkur fyrir það sem kemur þá og fengið enn meira út úr stundinni.
Wesak samkoma
1. Hreinsa og undirbúa svæðið með gylltum stormsveip og kalla inn hinar guðlegu verur
2. Tengja hópinn með því að haldast í hendur.
3. Ég kalla á hina andlegu trúarleiðtoga plánetunnar og alheimsins til að koma á og virkja risastóra uppljómunarsúlu í herberginu. Ég bið um að þessi uppljómunarsúla sé tengd risastórri ljóssúlu og plánetu og alheims regnbogabrú hópsins. Regnbogabrúin er ljóssúla sem tengir þig við aleindina og Guð.
4. Ég kalla á Melchizedek, Mahatma og Metatron til að taka niður platíníum net gegnum hópinn og húsið.
5. Ég kalla á hina andlegu trúarleiðtoga plánetunnar og alheims fyrir axitonial stillingu plánetunnar og alheimsins.
6. Ég kalla á hina andlegu trúarleiðtoga og uppljómuðu meistara hins innra sviðs að ankerisfesta og virkja hinn gull-hvíta uppljómunar loga.
7. Ég kalla á og krefst nærveru Mahatma, Melchizedek og Metatron til að hafa umsjón með og yfirlýsa þessa samkomu, ég kalla á og krefst nærveru Sai Baba, Dwjal Kuhl og Hilarion, ég kalla á og krefst nærveru Sananda, Maitreya og Kutumi, ég kalla á og krefst nærveru Germain, Alla gobi og Pál frá Feneyjum, ég kalla á og krefst nærveru Serapis Bey, Quan Yin og Maríu meyjar, ég kalla á og krefst nærveru Lafði Nödu, Guðsmóðurinnar og Sanat Kumara, ég kalla á og krefst nærveru Buddha, Helios og Vesta, ég kalla á og krefst nærveru Melkjör, Elohim og Aþenu, ég kalla á og krefst nærveru hvíta bræðralagsins, ég kalla á og krefst nærveru hinna gylltu engla og erkienglanna Mikaels, Rafaels, Gabríels, Úriels, Zadekiels, Sandolfons, Jófíels, Kamuels, ég kalla á og krefst nærveru Vywamusar og Lenduce, ég kalla á og krefst nærveru Isis, Babji, El Morya og Ashtar command, ég kalla á og krefst nærveru Arktúrus, Map heilunargengisins og Pan, ég kalla á og krefst nærveru allra meistara Shamballa, telos búa og ísbúa, ég kalla á og krefst nærveru aleindar minnar.
8. Ég er sál, ég er guðlegt ljós, ég er kærleikur, ég er vilji, ég er fullkomin hönnun, ég er mahatma. Endurtekið 3x
9. Ég er aleind, ég er guðlegt ljós, ég er kærleikur, ég er vilji, ég er fullkomin hönnun, ég er mahatma. Endurtekið 3x.
10. Ég kalla á Mikael erkiengil til að skapa gyllta hvelfingu til verndar hópnum.
11. Látið liðsafla ljóssins færa mannkyni hugljómun, látið anda friðar breiðast um heiminn, megi góðvilja menn hvar sem er mætast í anda samvinnu, megi fyrirgefning allra manna vera lykilatriði á þessum tímum, lát kraft taka þátt í átaki hinna miklu. Lát svo vera og hjálpa okkur að gera okkar hlut.
Sjá bók bls 4
12. Om, om, om
13. Staðfesting postulanna úr bókinni Ponder on this.
Hugleiðsla í hinum gylltu sölum Melchizedeks
Lokið augunum og dragið djúpt inn andann, blásið frá ykkur.
Við köllum á alla meistara og andlega meistar plánetunnar og alheimsins til að hjálpa okkur í þessarri hugleiðslu.
Við köllum á axitonial stillingu plánetunnar og alheims.
Leyfið ykkur að slaka vel á og drekka í ykkur alla þessa alheims orku og uppljómunar virkjun.
Við köllum nú á hina sjö kóhan, Djwal Kuhl, Meitreya og Buddha til að færa okkur risastórt hópljósfar. Við óskum einnig eftir að farið sé með okkur í anda til hinna gylltu sala Melchizedeks í kjarna alheims
Við köllum á allar 144 persónuleika frá aleind hvers og eins og hina miklu sjálfsvitun til að sameinast okkur ef þeir vilja í þessarri hugleiðslu.
Við köllum til hinna 7 Kóhans til að opna allar orkustöðvar, uppljómunar orkustöðina og öll krónublöð og hliðar allra orkustöðvanna.
Við köllum á erkiengilinn Metratron til að ankerisfesta til frambúðar og virkja míkrótronið.
Við köllum á Herra Síríusar til að ankerisfesta og virkja handrit visku og kunnáttu sem eru við hæfi fyrir þennan hóp frá hinu mikla hvíta skála á Síríus.
Við óskum einnig eftir að vera tengd hinni komsísku vígslu sem Vywamus hefur nýlega tekið til að hraða uppljómunar virkjuninni.
Við köllum á Sanat Kumara, Vywamus og Lenduce til að aðstoða við að mynda regnboga brú á plánetu og alheims sviði sem tengir hverja persónu við sína yfirsál og aleind og Guð.
Við köllum á Melchizedek, Mahatma, Metatron, Elohim ráðið og erkienglana til að ankerisfesta til frambúðar og virkja hið kosmíska og plánetu tré lífsins.
Við óskum eftir fullkominni opnun og virkjun hinna sjö kosmísku innsigla og hinna tíu Sefíot og einnig hinna földu sefórot frá Daath.
Við köllum á frá hinum andlegu trúarleiðtogum plánetunnar og alheims ankerisfestu og virkjun allra eldstafanna, lyklakóða og helgra rúmfræðiforma til að aðstoða okkur í þessu ferli.
Við köllum til erkienglanna fulla ankerisfestu og virkjun hinna 50 orkustöðva sem taka okkur í gegnum uppljómun plánetunnar og eins hinar 330 orkustöðvar okkar sem fara með okkur alla leið til Guðsföðurins.
Við köllum á fulla ankerisfestu og virkjun á hinum tólf líkömum okkar, þar með talið sólkerfis, vetrarbrautar og alheims líkömum.
Við köllum til Melchizedeks, Mahatma, Metatron, erkiengilsins Mikael og trúarleiðtoga plánetunnar til að ankerisfesta og virkja hinn smurða Kristslíkama yfirsjálfsins, zohar líkamann, líkama yfirsjálfsins, hinn rafsegulmagnaða líkama okkar, hinn rúmfræðilega líkama okkar, eka likamann, epi-kinetic líkama okkar, hinn hærri Adam Kadmon líkama okkar, og hinn launhelga líkama Drottins sem lýst er í lyklum Enoks.
Við köllum á ankerisfestu og virkjun til frambúðar á hinum 64 lyklum Enoks á öllum hinna fimm helgu tungumála.
Við köllum á lýsingu á hinum 72 svæðum huga okkar sem lýst er í lyklum Enoks.
Við köllum á deca-delta ljóskoðun og útstreymi frá hinum tíu yfirskrifum hins himneska hugar.
Við köllum á Metatron til að virkja og nakerisfesta hin 76 nöfn Metatron svo þau megi flæða gegnum okkur til frambúðar.
Við biðjum um að allar hulur ljóss og tíma verði fjralægðar.
Við köllum á Dwjal Kuhl, Maitreya og Buddha til að ankerisfesta til frambúðar hinn meiri loga sjálfsvitundarinnar og aleindarinnar inn í hinn minni loga persónuleikans og sálarinnar sem er í jarðvist.
Við köllum á hina máttugu erkiengla til að ankerisfesta til frambúðar og virkja hin tólf himnesku hús og tólf kosmísku stöðvar.
Við köllum á Buddha til að ankerisfesta og virkja til frambúðar sól plánetunnar og hið kosmíska hjarta plánetunnar inn í kjarna okkar.
Við köllum til Helíosar og Vesta til að ankerisfesta og virkja til frambúðar sól sólkerfisins og hið kosmíska hjarta sólkerfisins inn í kjarna okkar.
Við köllum til Melkjörs til að ankerisfesta og virkja til frambúðar sól vetratbrautarinar og hið kosmíska hjarta vetrarbrautarinnar í kjarna okkar.
Við köllum til Melchizedeks til að ankerisfesta og virkja til frambúðar sól alheimsins og hið kosmíska hjarta alheimsins í kjarna okkar.
Við köllum til Mahatma og logos fjölalheima til að ankerisfesta og virkja til frambúðar sól hinna mörgu alheima og hið kosmíska hjarta hinna mörgu alheima í kjarna okkar.
Við köllum til Drottins Guðs til að ankerisfesta og virkja til frambúðar hina miklu miðsólu og guðshjarta í kjarna okkar.
Við köllum til uppsprettu hinna tólf kosmísku daga og Melchizedeks til að ankerisfesta hina 43 kristnuðu alheima.
Við köllum til Melchizedeks til að vígja hverja persónu sem hér er stödd inn í reglu Melchizedeks.
Við óskum eftir því að hver og einn sem gefur leyfi sitt innra með sér taki nú við vígslusprota Melchizedeks án þess að nokkur jarðnesk vera sé þörf sem milliliður.
Við köllum til trúarleiðtoga plánetunnar og alheims til að sameiginlega óskum eftir því að þeir meistarar innri sviða sem hér eru sameini ljóslikama sína með hopnum bæði í heild og með hverjum og einum.
Við köllum til Guð, Mahatma, Melchizedeks, Metatron, Elohim ráðin, erkiengilin Mikael og aðra erkiengla til að ankerisfesta frá hinum kosmísku fjársjóðum ljóssins, upplýsinga ljóspakka frá töflum sköpunarinnar, ritum Elohim, torah or, hin tíu boðorð og hina kosmísku bók lífsins.
Við köllum nú til trúarleiðtoga plánetunnar og alheimsins og allra meistara innri sviða að fylgja hverri persónu til sameiginglegrar ljósasýningar sem heimurinn hefur ekki orðið vitni að áður.
Kodoish, kodoish, kodoish, Adonai ´Tsebayoth: Heilagur Heilagur heilagur er Drottin Guð Allsherjar.
Við biðjum nú gestgjafa okkar á innri sviðum að fara með okkur í hópljósfarinu frá hinum gylltu sölum Melchizedeks til Shamballa til að sitja í uppljómunarsæti Budda, logos plánetu okkar.
Finnið, skynjið orku þessa uppljómunarsætis (athuga að gefa um 5 mínútur milli uppljómunarsæta)
Við köllum á sérstaka himneska úthlutun uppljómunar virkjunar frá Budda
Sem loka blessun frá Budda óskum við eftir himneskri úthlutun til að upplifa ljósstaf Budda sem mun kveikja enn frekar uppljómunar vitund okkar.
Við skulum taka við þessarri blessun núna
Við köllum nú á gestgjafa okkar frá innri sviðum og biðjum þá um að fara með okkur í hópljósfarinu frá plánetu sviðinu til sólkerfis sviðsins til að heimsækja Helíos og Vesta og sitja í uppljómunarsæti þeirra.
Finnið, skynjið muninn á þessum uppljómunarsætum. Sogið upp orku þessa uppljómunarsætis.
Við köllum til frá Heliosar og Vestu hina hröðustu uppljómunar virkjun sem er möguleg fyrir okkur á þessum tíma.
Við köllum einnig á sérstaka himneska úthlutun til að upplifa ljóssprota Helíosar og Vestu sem mun tendra og hvetja uppljómunar vöxt okkar enn frekar.
Tökum við þessarri sérstöku blessun núna.
Við köllum nú á gestgjafa okkar frá innri sviðum og biðjum þá um að fara með okkur í hópljósfarinu til kjarna vetrarbrautarinnar til að sitja í uppljómunarsæti Melkjörs, logos vetrarbrautar okkar.
Finnið , skynjið muninn á þessum sætum.
Við köllum nú á samruna þriggja annarra vetrarbrautar uppljómunarsæti með því sæti sem við nú sitjum í. Við köllum á uppljómunarsæti lávarðar Síríusar, Lenduce og lávarðar Arktúrusar til að blandast svo við getum upplifað sameiginlega orku þeirra.
Við óskum nú eftir hinni mestu mögulegu uppljómunarhröðun frá Melkjör, lávarði Síríusar, Lenduce og lávarði Arktúrusar sem stendur okkur til boða núna.
Við köllum einnig á sérstaka himneska úthlutun til að upplifa sameiginglega ljóssprota þessarra fjögurra miklu og göfugu meistara.
Tökum við þessarri sérstöku blessun núna
Við köllum nú á gestgjafa okkar frá innri sviðum og biðjum þá um að fara með okkur í hópljósfarinu til hinna gylltu sala melchizedeks á alheimssviði til að sitja í uppljómunarsæti hans.
Takið eftir mismuninum á tíðni og gæðum orkunnar á þessum mism. Uppljómunarsætum.
Við köllum einnig á hér á þessu sviði á sérstaka himneska úthlutun frá erkienglunum, Mikael, Trú, Jofíel, Kristínu, Kamúel, Charity, Gabríel, Von, Rafael, Maríu mey, Úríel, áróru, Zadkíel, Amethyst, hinum sjö miklu elohim og þeirra himnesku hliðstæðu , uppljómunar hröðun fyrir hverja persónu í hópnum.
Við köllum á hina mestu mögulegu uppljómunar hröðun frá lávarði Melchizedek sem er möguleg á .þessum tíma.
Tökum við þessarri blessun núna
Við biðjum nú Melchizedek að fara með okkur í hópljósfarinu til næsta sviðs sem er svið hinna mörgu alheima til að sitja í uppljómunarsæti hinna mörgu alheima vegna náðar Mahatma og logos hinna mörgu alheima.
Skynjið þessa fíngerðu orkutíðni.
Við köllum til Mahatma og logos hinna mörgu alheima til að úthluta okkur himneska blessun til að hraða eins og mögulegt er uppljómun okkar.
Við köllum nú á Mahatma og logos hinna mörgu alheima til að fara með okkur í hópljósfari til næsta sviðs sem er uppljómunarsæti Guðsmóðurinnar til vinstri handar við Guð.
Skynjið þessa göfugu orku
Við óskum eftir sérstakri himneskri úthlutun til að hraða uppljómunar ferlinu fyrir hópinn og hvern einstakling eins og mögulegt er.
Baðið ykkur í þessum himneska , kosmíska kærleika og hröðun Guðsmóðurinnar á þessu 352 sviði himnanna.
Við köllum á Guðsmóðurina og biðjum hana um að fara með hópljósfar okkar til uppljómunarsætis föðurins við hægri hönd Guðs.
Baðið ykkur nú í þessarri göfugu orku föðurins.
Við köllum til hins himneska föður til að veita okkur himneska úthlutun hinnar mestu mögulegu uppljómunar hröðun til handa hverju okkar.
Drekkið í ykkur þessa hröðun frá föðurnum inn í kjarna ykkar.
Að lokum köllum við á hina himnesku móður, hinn himneska föður, Mahatma, Melchizedek, Metatron og Mikael til að fara með okkur í hópljósfari okkar til hásætis göfgi tilað sitja í uppljómunarsæti Guðs.
Tökum auðmjúklega við þessarri blessun núna.
Frá innstu hjartarótum þökkum við ástkærum Guði fyrir þessa göfugu blessun.
Við köllum nú á Guðsmóðurina, Föðurinn, Mahatma, Melchizedek, Metatron og Mikael og biðjum auðmjúklega um að þau fari með okkur í hópljósfarinu til baka gegnum öll svið himnanna til okkar víddar og veruleika þar sem við sameinumst að nýju efnislíkama okkar.
Hlé
Wesaksamkoma
Lokið augunum, Dragið djúpt inn andann, blásið frá ykkur.
Við köllum nú enn á helgileiðtoga plánetunnar og alheims til að aðstoða okkar í þessarri hugleiðslu. Við biðjum þá um að tengja okkur við hina eiginlegu Wesak samkomu sem fram fer í Wesak dalnum í Himaleya fjöllum samkvæmt fyrirmælum Budda, Maitreya og hinna uppljómuðu meistara hins innra sviðs. Við óskum einnig eftir að tengjast hinni stóru Wesak samkomu sem fram fer í Mt. Shasta og einnig samkomu þá sem Haridas stendur fyrir í Glastonbury, þá biðjum við þá um tengja okkur við allar Wesak samkomur sem fram fara á Jörðinni á þessum tíma.
Við köllum á fullkomna opnun á orkustöðvum okkar þar með talinni uppljómunar orkustöðinni sem er aftan til á höfði.
Þessi hugleiðsla og reynsla hennar sem við nú upplifum er hápunktur Wesak hátíðarinnar. Undurbúum okkur nú fyrir þessa helgu og blessuðu reynslu með augnabliks þögn
Við köllum nú á hina andlegu gestgjafa okkar og biðjum þá um hópljósfar sem er eins og risastór bátur sem mun fara með okkur til Wesak dalsins.
Við skulum nú fara sálförum saman til hinnar eiginlegu hátíðar í Wesak dalnum í Himaleyafjöllunum tilað upplifa Wesak hátíðina sem stýrt er af hinum uppljómuðu meisturum á innri sviðum.
Skynjið sjálf ykkur koma niður í Wesak dalinn og sameinast öllum hinum uppljómuðu meisturum, lærisveinum og postulum sem þar eru saman komnir. Sjáið , og eða skynjið nærveru lávarðarins Meitreya, krist plánetunnar og Germain, sem er cohan sjöunda geislans og hinn nýi Mahacohan.
Sjáið þessa þrjá meistara þar sem þeir mynda þríhyrning umhverfis skál af vatni sem hvílir á mjög stórum kristal.
Sjáið einnig Allah Gobi sem einnig er þekktur sem Manu sem heldur fyrsta geislanum í röðum helgileiðtoganna. Sjáið , skynjið, og eða sjónbirtið alla hina meistarana í flokki helgileiðtoganna þar sem þeir standa í hring umhverfis hina þrjá meistarana.
Þar sem hið fulla tungl er enn neðan við sjóndeildarhringinn eykst spennan stig af stigi þar sem allir biða eftir komu lávarðarins Budda. Þar sem tunglið fer að rísa á himni fellur þögn á hópinn og við lítum til norðausturs. Sérstakar hreyfingar og möntrur hljóma undir handleiðslu hinna sjö cohans hinna sjö geisla.
Í norðaustri má greina örlítinn flekk á himni. Hann vex smám saman og brátt má greina Budda þar sem hann situr með krosslagða fætur. Hann er klæddur í safron gulan möttul og baðaður ljósi og litum með hendur sínar útbreiddar til blessunar.
Meðan Búddha sveimar yfir vatnsskálinni hljómar stórkostleg mantra frá lávarðinum Maitreya, mantra sem aðeins er notuð einu sinni á ári á Wesak. Þessi áköllun setur af stað gífurlega sveiflu andlegs straums sem markar þessa einstöku stund kraftmikillar helgiáreynslu fyrir allt árið og reyndar nýja öld fyrir alla lærisveina og meistara sem viðstaddir eru.
Fylgjumst nú með Buddha þar sem hann sveimar yfir vatnsskálinni þar sem hann sendir hina himnesk kosmísku orku í vatnið og gegnum Maitreya lávarð. Orkan er síðan send áfram af Maitreya til allrar helgistjórnarinnar og til allra okkar sem myndum hluta af þessarri helgistjórn á jörðu.
Finnið, skynjið þetta stórbrotna úrhelli þessarrar komsísku orku frá helgistjórn plánetunnar og alheims flæða ekki aðeins í gegnum okkur heldur einnig út í veröldina og inn í jörðina sjálfa.
Meðan þessi orka heldur áfram að koma niður sjáið þá þar sem vatnsskálin er tekin af kristalnum og látin ganga á milli í fjöldanum. Sjáið og skynjið ykkur sjálf súpa af þessu helga, blessaða vatni.
Sjáið nú þar sem þið gangið í átt til Búddha, Maitreya og Sanat Kumara fyrri logos plánetu okkar sem nú yfirskyggir Búddha í hinni nýju stöðu hans innan helgistjórnarinnar.
Standið nú fyrir framan þessa þrjá kærleiksríku meistara og deilið með þeim í innri sviðum hvað ykkur finnst þjónustu verk ykkar, verkefni eða púsluspil vera í áætlun Guð´s hér á jörðu. Notið þennan tíma til að óska eftir hjálp frá Guði og þessum þrem meisturum fyrir sjálfan þig eða aðra og til að gera verkefni ykkar að veruleika.
Nú skulum við taka mínútu þögn til að leyfa ykkur að ræða við þá.
Finnið, skynjið, ímyndið ykkur þessum bænum svarað og þakkið Búddha, Maitreya og Sanat Kumara fyrir leiðsögn þeirra og blessun.
Sjáið hvar þið gangið nú í Wesak dalnum til fámennari staðar og fagurrar náttúru, Fáið ykkur sæti og leyfið ykkur að vera, og vera eitt með þessum yndislega stað og þeirri orku sem þarna er.
Takið ykkur smástund til að skynja hina miklu gleði og blessun stundarinnar og þessarrar Wesak hátíðar og leyfðu þessu að festast í kjarna veru þinnar. Vittu að við öll og öll helgistjórn hinna uppljómuðu meistara innri sviðs erum eitt.
Sjáið sjálf ykkur líta yfir hringinn þar sem athöfnin fer fram og samkomuna nálægt kristalnum og skálinni. Sjáið, skynjið og sjónbirtið Búddha byrja að rísa til himins í lotus stellingu, fljóta aftur norðaustur til þeirra sviða sem hann kom frá.
Þegar Buddha er aftur orðinn að litlum flekk í fjarska sjáið, skynjið komu gestgjafa okkar af innri sviðum með hópljósfarið. Skynjið sjalf ykkur sameinast ljósfarinu í fullkominni einingu, gleði og kærleika.
Skynjið hópljósfarið fljóta í gegnum tíma og rúm og skila ykkur til baka í efnislíkama ykkar.
Áður en þið opnið augun skuluð þið nota smá tíma til að senda kærleika til allra bræðra okkar og systra sem hér eru stödd og sem deildu með ykkur þessarri ferð til Wesak dalsins. Tökum við þessum kærleika núna. Við skulum einnig draga niður gyllta kærleiksorku Drottins í gegnum hvirfilstöð okkar og niður í gegnum allar orkustöðvar okkar til jarðarinnar inn í innsta kjarna hennar, hjarta Gaiu þar sem hún mettast af tíðni jarðar og kemur síðan aftur upp í gegnum fætur okkar og orkustöðvar og upp í gegnum hvirfilstöðina, upp regnbogabrú okkar til Drottins þar sem englarnir og helgistjórnin getur nú notað þessa kærleiksorku þar sem hennar er þörf hér á jörðu í samræmi við hinn æðsta vilja.
Nú skulum við kalla á Sai Baba hinn kosmíska krist til að færa okkar loka blessun sína til að ljúka þessarri Wesak hátíð með því að dreifa hinni helgu vibhuti ösku yfir okkur á etersviðinu. Tökum við þessarri blessun núna.
Þegar þið eruð tilbúin skuluð þið opna augun og hreyfa ykkur rólega.
10.5.2011 | 09:37
Hugleiðing um Wesak og hugleiðslu gærdagsins.
Góðan daginn. í gær var fjórða shamballa mánudagskvöldið í röð og var góð mæting. Þó ótrúlegt sé þá voru karlmenn í miklum meirihluta og er það vel. Þeir eru allir frábærir einstaklingar og ekki síðri miðlar fyrir kærleiksorku.
Saman fórum við í hugleiðslu þar sem við heimsóttum 3 uppljómunarsæti en enduðum í helli Merlins í Tintagle.
Auðvitað leyfðum við ímyndunaraflinu og sköpunarkraftinum að flæða og upplifðu sumir mjög myndrænt meðan aðrir skynjuðu sterka orku og fengu kröftug skilaboð.
Eftir hugleiðsluna var bekkurinn settur upp og var kröftugri kærleiksorku leyft að flæða.
Öll nutum við góðs af.
Næsta mánudag eða 16.maí ætlum við að halda upp á Wesak og eru allir velkomnir.
Á fullu tungli í nautsmerkinu er ákaflega sterk kærleiksorka sem flæðir til jarðar með skilaboðum frá Buddha og Maitraya.
Ég veit að Baba verður á Irlandi með hóp af fólki og fara þau saman í hugleiðslur og skoða orkustaði þar en einnig eru milljónir manna um heim allan sem beina huga og anda að wesak dalnum í næstu viku.
Vertu með og njóttu góðs af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2011 | 14:38
Meira um kristalla
8.5.2011 | 08:35
Ný heimasíða Shamballa MDH
7.5.2011 | 08:23
Notkun mandölu til heilunar
5.5.2011 | 21:27
Námskeið um helgina
3.5.2011 | 08:54
Notkun kristalla
2.5.2011 | 14:12
Vinna með kristalla
1.5.2011 | 13:51
Frásögn af ferð okkar til Ísrael-borgin Petra
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2011 | 11:15
Má bjóða þér að verða hluti af alheims fjölskyldu kærleika og ljóss?
Um bloggið
Shamballa MDH
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar